Magablæðingum fjölgar í takt við verkjalyfjanotkun Ingvar Haraldsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Auður Elín segir það mögulegt að bólgueyðandi lyf séu keypt í lausasölu án nauðsynlegrar fræðslu. Tilfellum af blæðingu í meltingarvegi hefur fjölgað um 47 prósent samhliða því að sala bólgueyðandi lyfja á borð við Íbúfen, Voltaren, Magnyl og Alka Seltzer hefur aukist um fimmtung síðastliðinn áratug. Þetta segir í niðurstöðum nýútgefinnar meistararitgerðar Auðar Elínar Finnbogadóttur lyfjafræðings. Auður Elín segir samband milli notkunar bólgueyðandi lyfja og blæðingar í meltingarvegi vera þekkt. „Það er þó ekki hægt að fullyrða að aukin notkun bólgueyðandi lyfja valdi aukinni tíðni blæðingar í meltingarvegi. Til að fullyrða það þyrfti frekari rannsóknir. Niðurstöðurnar eru engu að síður hvati fyrir aukna umræðu um notkun bólgueyðandi lyfja og hvort einstaklingar noti lyfin rétt.“ Lyfin eru flest seld í lausasölu og því segir Auður: „Það er því alltaf spurning hvort þau séu keypt án fræðslu um mögulegar aukaverkanir. Það fylgja alltaf fylgiseðlar en það er spurning hversu margir lesa þá.“Lárus Steinþór GuðmundssonPáll Torfi Önundarson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir notkun bólgueyðandi lyfja við verkjum vera of mikla á Íslandi. „Ef fólk er með verk en ekki bólgu ætti það fremur að taka Panódíl en ekki bólgueyðandi lyf á borð við Íbúfen. Þessi lyf eru sýrur sem geta valdið ertingu í maga og jafnvel blæðingum.“ Páll Torfi bætir við: „Sumir fá í magann af þessum lyfjum og taka þá sýrustillandi lyf í stað þess að skipta um lyf.“ Lárus Steinþór Guðmundsson, sérfræðingur hjá landlæknisembættinu, sem leiðbeindi Auði við ritgerðina, segir: „Ef fólk tekur bólgueyðandi lyf um lengri tíma er alltaf hætta á að það hafi afleiðingar.“ Lárus telur því „mikilvægt að fólk hafi áreiðanlegar upplýsingar áður en það tekur inn lyf. Til þess er best að skoða fylgiseðla sem eru aðgengilegir inni á serlyfjaskra.is.“ Lárus útilokar ekki að efla þurfi fræðslu varðandi notkun bólgueyðandi lyfja af hálfu landlæknisembættisins. Jóhann Páll Hreinsson, sem nú vinnur að doktorsverkefni um blæðingar frá meltingarvegi segir: „Aldraðir og nýrnaveikir ættu helst ekki að taka bólgueyðandi lyf.“ Lyf Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Segir það ekki óeðlilegt að fólk vilji sæti við borðið Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Sjá meira
Tilfellum af blæðingu í meltingarvegi hefur fjölgað um 47 prósent samhliða því að sala bólgueyðandi lyfja á borð við Íbúfen, Voltaren, Magnyl og Alka Seltzer hefur aukist um fimmtung síðastliðinn áratug. Þetta segir í niðurstöðum nýútgefinnar meistararitgerðar Auðar Elínar Finnbogadóttur lyfjafræðings. Auður Elín segir samband milli notkunar bólgueyðandi lyfja og blæðingar í meltingarvegi vera þekkt. „Það er þó ekki hægt að fullyrða að aukin notkun bólgueyðandi lyfja valdi aukinni tíðni blæðingar í meltingarvegi. Til að fullyrða það þyrfti frekari rannsóknir. Niðurstöðurnar eru engu að síður hvati fyrir aukna umræðu um notkun bólgueyðandi lyfja og hvort einstaklingar noti lyfin rétt.“ Lyfin eru flest seld í lausasölu og því segir Auður: „Það er því alltaf spurning hvort þau séu keypt án fræðslu um mögulegar aukaverkanir. Það fylgja alltaf fylgiseðlar en það er spurning hversu margir lesa þá.“Lárus Steinþór GuðmundssonPáll Torfi Önundarson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir notkun bólgueyðandi lyfja við verkjum vera of mikla á Íslandi. „Ef fólk er með verk en ekki bólgu ætti það fremur að taka Panódíl en ekki bólgueyðandi lyf á borð við Íbúfen. Þessi lyf eru sýrur sem geta valdið ertingu í maga og jafnvel blæðingum.“ Páll Torfi bætir við: „Sumir fá í magann af þessum lyfjum og taka þá sýrustillandi lyf í stað þess að skipta um lyf.“ Lárus Steinþór Guðmundsson, sérfræðingur hjá landlæknisembættinu, sem leiðbeindi Auði við ritgerðina, segir: „Ef fólk tekur bólgueyðandi lyf um lengri tíma er alltaf hætta á að það hafi afleiðingar.“ Lárus telur því „mikilvægt að fólk hafi áreiðanlegar upplýsingar áður en það tekur inn lyf. Til þess er best að skoða fylgiseðla sem eru aðgengilegir inni á serlyfjaskra.is.“ Lárus útilokar ekki að efla þurfi fræðslu varðandi notkun bólgueyðandi lyfja af hálfu landlæknisembættisins. Jóhann Páll Hreinsson, sem nú vinnur að doktorsverkefni um blæðingar frá meltingarvegi segir: „Aldraðir og nýrnaveikir ættu helst ekki að taka bólgueyðandi lyf.“
Lyf Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Segir það ekki óeðlilegt að fólk vilji sæti við borðið Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Sjá meira