Gerðu árás á bílalest Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. ágúst 2014 23:19 Bílalest með hjálpargögn. Úkraínumenn fengu að leita í rússneskri bílalest með hjálpargögn. Vísir/AFP Rússneska bílalestin sem sögð var eiga að flytja hjálpargögn til Úkraínu beið við landamærin í gær og fengu Úkraínumenn heimild til að leita í henni. Óvíst var hvenær þeirri leit lyki. Úkraínski herinn gerði hins vegar árás í fyrrinótt á rússneskar herbifreiðar sem höfðu fylgt bílalestinni en héldu að sögn Úkraínustjórnar inn yfir landamærin til Úkraínu. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti fullyrti þetta í gær og Úkraínuher sagði herbifreiðarnar hafa verið eyðilagðar með öllu. Rússnesk stjórnvöld neita því hins vegar að herlið frá þeim hafi farið yfir landamærin. Laurent Corbaz, yfirmaður hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins í Evrópu, sagði að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um að rússnesku flutningabifreiðarnar fengju að fara yfir landamærin til Úkraínu, en aðeins ein í einu og enginn nema einn ökumaður yrði í hverri bifreið. Starfsmenn Rauða krossins tækju þar við hjálpargögnunum og dreifðu þeim í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði án herfylgdar. Átökin í austanverðri Úkraínu, sem hófust síðla vetrar, hafa nú kostað nærri 2.100 manns lífið. Hörðust hafa átökin verið á allra síðustu vikum. Ástandið hefur verið einna verst í borginni Luhansk, sem hefur verið að mestu án vatns og rafmagns auk þess sem símasamband er afar stopult. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað verið sakaðir um að kynda undir ólgunni í austanverðri Úkraínu og aðstoða uppreisnarmenn, sem vilja margir hverjir aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland. Til stendur að utanríkiráðherrar Úkraínu og Rússlands hittist í Berlín á morgun, ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands. „Við þurfum að ræða saman,“ sagði Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu sinni í gær. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær, og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Evrópusambandið myndi líta á allar einhliða hernaðaraðgerðir af hálfu Rússa í Úkraínu, undir hvaða yfirskini sem það er, þar á meðal undir yfirskini mannúðaraðstoðar, sem gróft brot á alþjóðalögum.“ Úkraína Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Rússneska bílalestin sem sögð var eiga að flytja hjálpargögn til Úkraínu beið við landamærin í gær og fengu Úkraínumenn heimild til að leita í henni. Óvíst var hvenær þeirri leit lyki. Úkraínski herinn gerði hins vegar árás í fyrrinótt á rússneskar herbifreiðar sem höfðu fylgt bílalestinni en héldu að sögn Úkraínustjórnar inn yfir landamærin til Úkraínu. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti fullyrti þetta í gær og Úkraínuher sagði herbifreiðarnar hafa verið eyðilagðar með öllu. Rússnesk stjórnvöld neita því hins vegar að herlið frá þeim hafi farið yfir landamærin. Laurent Corbaz, yfirmaður hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins í Evrópu, sagði að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um að rússnesku flutningabifreiðarnar fengju að fara yfir landamærin til Úkraínu, en aðeins ein í einu og enginn nema einn ökumaður yrði í hverri bifreið. Starfsmenn Rauða krossins tækju þar við hjálpargögnunum og dreifðu þeim í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði án herfylgdar. Átökin í austanverðri Úkraínu, sem hófust síðla vetrar, hafa nú kostað nærri 2.100 manns lífið. Hörðust hafa átökin verið á allra síðustu vikum. Ástandið hefur verið einna verst í borginni Luhansk, sem hefur verið að mestu án vatns og rafmagns auk þess sem símasamband er afar stopult. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað verið sakaðir um að kynda undir ólgunni í austanverðri Úkraínu og aðstoða uppreisnarmenn, sem vilja margir hverjir aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland. Til stendur að utanríkiráðherrar Úkraínu og Rússlands hittist í Berlín á morgun, ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands. „Við þurfum að ræða saman,“ sagði Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu sinni í gær. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær, og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Evrópusambandið myndi líta á allar einhliða hernaðaraðgerðir af hálfu Rússa í Úkraínu, undir hvaða yfirskini sem það er, þar á meðal undir yfirskini mannúðaraðstoðar, sem gróft brot á alþjóðalögum.“
Úkraína Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira