Ráðherra biðst undan dómsmálum ingvar haraldsson skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Aðstoðarmaðurinn ákærður Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið. vísir/stefán Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leyst frá skyldum sínum sem ráðherra dómsmála á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar, stendur yfir. Gísla Frey barst ákæra frá ríkissaksóknara síðdegis í gær vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitandann Tony Omos. Hanna Birna segist hafa leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Hanna Birna sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Sjálf hefur Hanna Birna ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið sem birtist í fjölmiðlum. Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, segist ekki hafa verið ákærð vegna málsins. Þann 20. nóvember á síðasta ári birtust fréttir í fjölmiðlum um að hælisleitandinn Tony Omos væri grunaður um aðild að mansali. Fréttirnar voru byggðar á minnisblaði sem fullyrt var að væru úr innanríkisráðuneytinu. Daginn áður hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að vísa ætti Tony Omos úr landi. Lögreglurannsókn hófst á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins vegna lekamálsins í febrúar eftir að ríkissaksóknari fór fram á það. Við rannsókn málsins fór lögregla fram á það við blaðamann mbl.is að hann upplýsti um samskipti sín við heimildarmann sinn í innanríkisráðuneytinu. Blaðamaðurinn neitaði að veita slíkar upplýsingar og því fór málið fyrir bæði Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt sem dæmdi að blaðamaðurinn þyrfti ekki að upplýsa um heimildarmann sinn. Í úrskurði dómstólanna kom fram að „starfsmaður B“ hjá innanríkisráðuneytinu hefði réttarstöðu grunaðs manns. Fyrr í gær birtust á vef innanríkisráðuneytisins svör við spurningum umboðsmanns Alþingis er varða samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna sagði engin gögn vera til frá tveimur af þeim fjórum fundum sem hún átti með Stefáni eftir að rannsókn lekamálsins hófst. Ráðherra ítrekar að enginn af þessum fjórum fundum hennar með Stefáni hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. Í svari ráðherra segir að á tveimur fyrri fundunum hafi lögreglustjóri upplýst hana um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns. Reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands greina að skrá skuli í málaskrá ráðuneytis formleg samskipti og formlega fundi. Í svari sínu segir ráðherra að reglurnar nái ekki til tveggja fyrrnefndra funda, né heldur símtöl þeirra á milli, enda hafi ekki verið fjallað um mál sem voru til umfjöllunar í ráðuneytinu. Lekamálið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leyst frá skyldum sínum sem ráðherra dómsmála á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar, stendur yfir. Gísla Frey barst ákæra frá ríkissaksóknara síðdegis í gær vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitandann Tony Omos. Hanna Birna segist hafa leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Hanna Birna sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Sjálf hefur Hanna Birna ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið sem birtist í fjölmiðlum. Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, segist ekki hafa verið ákærð vegna málsins. Þann 20. nóvember á síðasta ári birtust fréttir í fjölmiðlum um að hælisleitandinn Tony Omos væri grunaður um aðild að mansali. Fréttirnar voru byggðar á minnisblaði sem fullyrt var að væru úr innanríkisráðuneytinu. Daginn áður hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að vísa ætti Tony Omos úr landi. Lögreglurannsókn hófst á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins vegna lekamálsins í febrúar eftir að ríkissaksóknari fór fram á það. Við rannsókn málsins fór lögregla fram á það við blaðamann mbl.is að hann upplýsti um samskipti sín við heimildarmann sinn í innanríkisráðuneytinu. Blaðamaðurinn neitaði að veita slíkar upplýsingar og því fór málið fyrir bæði Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt sem dæmdi að blaðamaðurinn þyrfti ekki að upplýsa um heimildarmann sinn. Í úrskurði dómstólanna kom fram að „starfsmaður B“ hjá innanríkisráðuneytinu hefði réttarstöðu grunaðs manns. Fyrr í gær birtust á vef innanríkisráðuneytisins svör við spurningum umboðsmanns Alþingis er varða samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna sagði engin gögn vera til frá tveimur af þeim fjórum fundum sem hún átti með Stefáni eftir að rannsókn lekamálsins hófst. Ráðherra ítrekar að enginn af þessum fjórum fundum hennar með Stefáni hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. Í svari ráðherra segir að á tveimur fyrri fundunum hafi lögreglustjóri upplýst hana um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns. Reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands greina að skrá skuli í málaskrá ráðuneytis formleg samskipti og formlega fundi. Í svari sínu segir ráðherra að reglurnar nái ekki til tveggja fyrrnefndra funda, né heldur símtöl þeirra á milli, enda hafi ekki verið fjallað um mál sem voru til umfjöllunar í ráðuneytinu.
Lekamálið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira