23.000 kjósendur yfirgefa Framsókn Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 3. september 2014 07:00 Eftir að hafa unnið frækinn kosningasigur í þingkosningunum fyrir rúmi ári heldur Framsóknarflokkurinn, flokkur forsætisráðherra, rétt um helmingi þeirra kjósenda sem kusu flokkinn þá. Hinn helmingurinn hefur snúið baki við flokknum. Það eru um 23.000 kjósendur. Og þar með tapar flokkurinn tólf af nítján þingmönnum sínum. Á sama tíma sækir Sjálfstæðisflokkurinn í sig veðrið, bætir við sig fjórum prósentustigum frá kosningunum. Þetta kemur allt fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálaprófessor á Akureyri, sagði í samtali, að næsti mánuður muni skipta miklu máli fyrir Framsóknarflokkinn, það er þegar skuldaleiðréttingarnar verða öllum skýrar og vitað hver fær hvað og hvernig vinnst úr þessu stóra kosningaloforði flokksins. Grétar Þór segir að nái Framsóknarflokkurinn ekki flugi þá, sé hætta á að flokkurinn nái bara ekki flugi. Sem sagt, þá eða aldrei. En hvert fór fylgið? Augljóslega til samstarfsflokksins í ríkisstjórninni og til Samfylkingarinnar. Og hvað hefur Framsóknarflokkurinn gert, eða ekki gert, til að verðskulda svo mikið fall? „Ef til vill er skýringin sú að menn kusu Framsóknarmenn til góðra verka, það er treyst á Framsóknarflokkinn til framkvæmda og framkvæmdin er að ganga í garð einmitt um þessar mundir. Og þá bíður fólk eftir því næsta sem Framsóknarflokkurinn ætlar að framkvæma. Og ég get lofað þér því að við munum standa okkur á þessu kjörtímabili. Það er ekki búið. Við spyrjum að leikslokum,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður í samtali við Vísi. En hvers vegna eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins þegar sótt er að honum og varaformaðurinn, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur verið í vörn í allt sumar og reyndar gott lengur? Geta skammirnar og umræðan orðið flokknum til tekna. „Það getur vel verið að það sé komin ákveðin samúð til Sjálfstæðisflokksins. Að fólki finnist bara of langt gengið?“ Þetta sagði Sigrún Magnúsdóttir við Vísi í gær. Er víst að sú skýring sé rétt? Trúlegast hefur Framsókn sótt, í síðustu kosningum, fylgi til Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, fylgi sem nú leitar til baka. Trúlega eru þeir kjósendur að gefast upp á Framsóknarflokki – efast um að honum takist að standa við það sem hann lofaði. Hvað sem er, þá er spennandi að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn stendur á næstu vikum. Takist honum ekki að endurheimta sem mest af kjörfylginu kann að verða erfitt fyrir forsætisráðherrann Sigmund Davíð Gunnlaugsson að leiða ríkisstjórn með flokki sem er kannski allt að þrisvar sinnum stærri en hans eigin flokkur, samkvæmt skoðanakönnunum. Stöðubarátta Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar tók nú á sig nýja mynd. Samfylkingin mælist nú með rúmlega fjórðungi meira fylgi en Björt framtíð. Lengi vel var staða Bjartrar framtíðar mjög sterk og hefur kannski kallað fram andvaraleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Eftir að hafa unnið frækinn kosningasigur í þingkosningunum fyrir rúmi ári heldur Framsóknarflokkurinn, flokkur forsætisráðherra, rétt um helmingi þeirra kjósenda sem kusu flokkinn þá. Hinn helmingurinn hefur snúið baki við flokknum. Það eru um 23.000 kjósendur. Og þar með tapar flokkurinn tólf af nítján þingmönnum sínum. Á sama tíma sækir Sjálfstæðisflokkurinn í sig veðrið, bætir við sig fjórum prósentustigum frá kosningunum. Þetta kemur allt fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálaprófessor á Akureyri, sagði í samtali, að næsti mánuður muni skipta miklu máli fyrir Framsóknarflokkinn, það er þegar skuldaleiðréttingarnar verða öllum skýrar og vitað hver fær hvað og hvernig vinnst úr þessu stóra kosningaloforði flokksins. Grétar Þór segir að nái Framsóknarflokkurinn ekki flugi þá, sé hætta á að flokkurinn nái bara ekki flugi. Sem sagt, þá eða aldrei. En hvert fór fylgið? Augljóslega til samstarfsflokksins í ríkisstjórninni og til Samfylkingarinnar. Og hvað hefur Framsóknarflokkurinn gert, eða ekki gert, til að verðskulda svo mikið fall? „Ef til vill er skýringin sú að menn kusu Framsóknarmenn til góðra verka, það er treyst á Framsóknarflokkinn til framkvæmda og framkvæmdin er að ganga í garð einmitt um þessar mundir. Og þá bíður fólk eftir því næsta sem Framsóknarflokkurinn ætlar að framkvæma. Og ég get lofað þér því að við munum standa okkur á þessu kjörtímabili. Það er ekki búið. Við spyrjum að leikslokum,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður í samtali við Vísi. En hvers vegna eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins þegar sótt er að honum og varaformaðurinn, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur verið í vörn í allt sumar og reyndar gott lengur? Geta skammirnar og umræðan orðið flokknum til tekna. „Það getur vel verið að það sé komin ákveðin samúð til Sjálfstæðisflokksins. Að fólki finnist bara of langt gengið?“ Þetta sagði Sigrún Magnúsdóttir við Vísi í gær. Er víst að sú skýring sé rétt? Trúlegast hefur Framsókn sótt, í síðustu kosningum, fylgi til Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, fylgi sem nú leitar til baka. Trúlega eru þeir kjósendur að gefast upp á Framsóknarflokki – efast um að honum takist að standa við það sem hann lofaði. Hvað sem er, þá er spennandi að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn stendur á næstu vikum. Takist honum ekki að endurheimta sem mest af kjörfylginu kann að verða erfitt fyrir forsætisráðherrann Sigmund Davíð Gunnlaugsson að leiða ríkisstjórn með flokki sem er kannski allt að þrisvar sinnum stærri en hans eigin flokkur, samkvæmt skoðanakönnunum. Stöðubarátta Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar tók nú á sig nýja mynd. Samfylkingin mælist nú með rúmlega fjórðungi meira fylgi en Björt framtíð. Lengi vel var staða Bjartrar framtíðar mjög sterk og hefur kannski kallað fram andvaraleysi.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun