Þykir ekkert að tvöföldu verði Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 25. september 2014 14:00 Þess er minnst nú að fyrir tíu árum varð Alþingi að vilja þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, og samþykkti að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði væri heimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga. Og nú finnur stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar ekkert að því að tvenns konar verð á mjólk gildi. Stjórnarformaðurinn segir ekkert óeðlilegt við að aðrir framleiðendur borgi hærra verð fyrir mjólk en þegar mjólk er seld milli eininga innan MS. Þannig virkar einokun, í skjóli laga. Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS, er í samtali við Fréttablaðið í dag. Þar segir hann meðal annars: „Nýir aðilar á markaði geta keypt mjólk beint af bændum en þá verða þeir að greiða uppsett verð.“ Í ljósi atburða síðustu daga er ljóst að það hallar á landbúnaðinn. Nú er ekki einungis þrefað um styrki og framlög úr ríkissjóði. Nei, gott betur. Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er alvarlegur og standist hann áfrýjunina er ljóst að ráðafólk Mjólkursamsölunnar hefur brotið alvarlega gegn öllum almenningi í landinu. Það er ófyrirgefanlegt. Það var á árinu 2011 sem Alþingi greiddi síðast atkvæði um hvort afnema ætti undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Helgi Hjörvar flutti tillöguna og það voru einungis hann og aðrir þingmenn Samfylkingarinnar sem samþykktu afnám undanþágunnar, en þingmenn annarra flokka vildu viðhalda henni. Nýjustu atburðir kunna að hafa áhrif þar á. „Það má vel vera að það eigi að endurskoða búvörulögin. Hins vegar verða menn að sjá að það getur haft ákveðnar afleiðingar í för með sér og menn verða að sjá fyrir endann á slíkum breytingum og hvernig menn sjái fyrir sér framtíðarskipulag greinarinnar,“ segir stjórnarformaður MS í blaðinu okkar í dag. Þjóðin elskar sinn landbúnað. Einhvern veginn á þennan hátt talaði stundum Guðni Ágústsson. Í orðum Guðna voru auðvitað ýkjur, Íslendingar elska ekki landbúnaðinn, en þeim þykir flestum vænt um hann, bera virðingu fyrir fólkinu sem þar starfar og þeirri ágætu vöru sem þar er framleidd og unnin. Til að fá fólk til að elska landbúnaðinn, eða þykja óendanlega vænt um hann, verða þeir sem þar starfa, með einum eða öðrum hætti, að haga sér með sóma. Verða að ávinna sér traust og ást. Því slíkt fæst ekki keypt. „Það er ekkert að því að flytja inn erlendar landbúnaðarvörur, svo fremi sem íslenskur landbúnaður geti brugðist við því. Það þarf bara að grípa tækifærin og horfa fram á veginn. Ólíklegt er að auknir styrkir muni vænka hag bænda til frambúðar. Ég er þó ekki að segja að það sé rétt að fella styrkjakerfið til bænda alveg niður og taka tollverndina af, en hagsmunaaðilar eiga ekki að vera hræddir við að ræða breytingar á þessu sem gætu orðið bæði neytendum og bændum í hag.“ Þetta eru orð Ástvaldar Lárussonar, varaformanns Samtaka ungra bænda. Að óbreyttu mun fjölga ört í hópi þeirra sem tala eins og Ástvaldur en þeim fækka sem tala eins og Egill Sigurðsson, stjórnarformaður MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Þess er minnst nú að fyrir tíu árum varð Alþingi að vilja þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, og samþykkti að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði væri heimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga. Og nú finnur stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar ekkert að því að tvenns konar verð á mjólk gildi. Stjórnarformaðurinn segir ekkert óeðlilegt við að aðrir framleiðendur borgi hærra verð fyrir mjólk en þegar mjólk er seld milli eininga innan MS. Þannig virkar einokun, í skjóli laga. Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS, er í samtali við Fréttablaðið í dag. Þar segir hann meðal annars: „Nýir aðilar á markaði geta keypt mjólk beint af bændum en þá verða þeir að greiða uppsett verð.“ Í ljósi atburða síðustu daga er ljóst að það hallar á landbúnaðinn. Nú er ekki einungis þrefað um styrki og framlög úr ríkissjóði. Nei, gott betur. Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er alvarlegur og standist hann áfrýjunina er ljóst að ráðafólk Mjólkursamsölunnar hefur brotið alvarlega gegn öllum almenningi í landinu. Það er ófyrirgefanlegt. Það var á árinu 2011 sem Alþingi greiddi síðast atkvæði um hvort afnema ætti undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Helgi Hjörvar flutti tillöguna og það voru einungis hann og aðrir þingmenn Samfylkingarinnar sem samþykktu afnám undanþágunnar, en þingmenn annarra flokka vildu viðhalda henni. Nýjustu atburðir kunna að hafa áhrif þar á. „Það má vel vera að það eigi að endurskoða búvörulögin. Hins vegar verða menn að sjá að það getur haft ákveðnar afleiðingar í för með sér og menn verða að sjá fyrir endann á slíkum breytingum og hvernig menn sjái fyrir sér framtíðarskipulag greinarinnar,“ segir stjórnarformaður MS í blaðinu okkar í dag. Þjóðin elskar sinn landbúnað. Einhvern veginn á þennan hátt talaði stundum Guðni Ágústsson. Í orðum Guðna voru auðvitað ýkjur, Íslendingar elska ekki landbúnaðinn, en þeim þykir flestum vænt um hann, bera virðingu fyrir fólkinu sem þar starfar og þeirri ágætu vöru sem þar er framleidd og unnin. Til að fá fólk til að elska landbúnaðinn, eða þykja óendanlega vænt um hann, verða þeir sem þar starfa, með einum eða öðrum hætti, að haga sér með sóma. Verða að ávinna sér traust og ást. Því slíkt fæst ekki keypt. „Það er ekkert að því að flytja inn erlendar landbúnaðarvörur, svo fremi sem íslenskur landbúnaður geti brugðist við því. Það þarf bara að grípa tækifærin og horfa fram á veginn. Ólíklegt er að auknir styrkir muni vænka hag bænda til frambúðar. Ég er þó ekki að segja að það sé rétt að fella styrkjakerfið til bænda alveg niður og taka tollverndina af, en hagsmunaaðilar eiga ekki að vera hræddir við að ræða breytingar á þessu sem gætu orðið bæði neytendum og bændum í hag.“ Þetta eru orð Ástvaldar Lárussonar, varaformanns Samtaka ungra bænda. Að óbreyttu mun fjölga ört í hópi þeirra sem tala eins og Ástvaldur en þeim fækka sem tala eins og Egill Sigurðsson, stjórnarformaður MS.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun