Þorvaldur Davíð leikur harðskeyttan morðingja Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2014 11:30 Hér sést Þorvaldur Davíð lengst til hægri. Kvikmyndin Dracula Untold verður frumsýnd hér á landi á morgun og þótt nafnið gefi annað til kynna er hún ekki byggð á sögu Brams Stoker frá árinu 1897 um Drakúla greifa. Í myndinni er hins vegar búin til saga um uppruna greifans og fylgst með transylvaníska prinsinum Vlad III sem notar myrka krafta til að vernda fjölskyldu sína og konungsríkið. Soldáninn Mehmed II ógnar friði í Transylvaníu og heimtar að fá son Vlads, Ingeras, í her sinn. Vlad ferðast um langan veg til að bjarga syni sínum en á ferðalagi sínu hittir hann seiðmanninn Kalígúla og semur við hann þannig að prinsinn öðlast styrk hundrað manna, hraða hrapstjörnu og næga krafta til að fella andstæðinga sína. Hins vegar fær hann líka óslökkvandi þorsta í mannsblóð sem verður til þess að hann breytist í eina frægustu vampíru heims, Drakúla greifa. Hasarmyndahetjan Luke Evans fer með hlutverk Vlads en íslenski leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer einnig með hlutverk í myndinni. Hann leikur karakterinn Bright Eyes, austur-evrópskan mann sem var hnepptur í þrældóm á yngri árum en er nú harðskeyttur morðingi. Myndin var tekin upp í fyrra og dvaldi Þorvaldur Davíð við tökur í Belfast frá ágúst og fram í nóvember. Með önnur hlutverk í myndinni fara til dæmis Dominic Cooper, Sarah Gadon og Art Parkinson en leikstjóri er Gary Shore. Þetta er fyrsta mynd Garys í fullri lengd.Luke Evans leikur Vlad III.Ósáttir Belfast-búar Dracula Untold var tekin eingöngu í Belfast á Norður-Írlandi en Northern Ireland Screen styrkti myndina um 1,6 milljónir punda, rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Þrátt fyrir það var myndin ekki frumsýnd í Belfast heldur ákvað Universal Pictures að frumsýna hana í London og Dublin. Myndin Good Vibrations frá árinu 2012 var tekin í Belfast og var frumsýnd í borginni en myndin er byggð á lífi pönkgoðsagnarinnar Terri Hooley. „Það er fáránlegt að myndin sé ekki frumsýnd í Belfast,“ segir Terri í samtali við Belfast Telegraph. „Þetta minnir mig á þegar Dublin og London höfðu engan áhuga á okkur fyrir þrjátíu árum. Við virðumst vera annars flokks borgarar,“ bætir hann við. Margir af þeim sem unnu við myndina eru hins vegar búnir að taka sig til og ætla að halda sérstaka sýningu á myndinni í Belfast á föstudaginn. Uppselt er á sýninguna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Dracula Untold verður frumsýnd hér á landi á morgun og þótt nafnið gefi annað til kynna er hún ekki byggð á sögu Brams Stoker frá árinu 1897 um Drakúla greifa. Í myndinni er hins vegar búin til saga um uppruna greifans og fylgst með transylvaníska prinsinum Vlad III sem notar myrka krafta til að vernda fjölskyldu sína og konungsríkið. Soldáninn Mehmed II ógnar friði í Transylvaníu og heimtar að fá son Vlads, Ingeras, í her sinn. Vlad ferðast um langan veg til að bjarga syni sínum en á ferðalagi sínu hittir hann seiðmanninn Kalígúla og semur við hann þannig að prinsinn öðlast styrk hundrað manna, hraða hrapstjörnu og næga krafta til að fella andstæðinga sína. Hins vegar fær hann líka óslökkvandi þorsta í mannsblóð sem verður til þess að hann breytist í eina frægustu vampíru heims, Drakúla greifa. Hasarmyndahetjan Luke Evans fer með hlutverk Vlads en íslenski leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer einnig með hlutverk í myndinni. Hann leikur karakterinn Bright Eyes, austur-evrópskan mann sem var hnepptur í þrældóm á yngri árum en er nú harðskeyttur morðingi. Myndin var tekin upp í fyrra og dvaldi Þorvaldur Davíð við tökur í Belfast frá ágúst og fram í nóvember. Með önnur hlutverk í myndinni fara til dæmis Dominic Cooper, Sarah Gadon og Art Parkinson en leikstjóri er Gary Shore. Þetta er fyrsta mynd Garys í fullri lengd.Luke Evans leikur Vlad III.Ósáttir Belfast-búar Dracula Untold var tekin eingöngu í Belfast á Norður-Írlandi en Northern Ireland Screen styrkti myndina um 1,6 milljónir punda, rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Þrátt fyrir það var myndin ekki frumsýnd í Belfast heldur ákvað Universal Pictures að frumsýna hana í London og Dublin. Myndin Good Vibrations frá árinu 2012 var tekin í Belfast og var frumsýnd í borginni en myndin er byggð á lífi pönkgoðsagnarinnar Terri Hooley. „Það er fáránlegt að myndin sé ekki frumsýnd í Belfast,“ segir Terri í samtali við Belfast Telegraph. „Þetta minnir mig á þegar Dublin og London höfðu engan áhuga á okkur fyrir þrjátíu árum. Við virðumst vera annars flokks borgarar,“ bætir hann við. Margir af þeim sem unnu við myndina eru hins vegar búnir að taka sig til og ætla að halda sérstaka sýningu á myndinni í Belfast á föstudaginn. Uppselt er á sýninguna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið