Fer ekki út bara til að fara út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2014 07:00 Glódís með verðlaunin sem hún fékk fyrir að vera í liði ársins. Vísir/Valli Í gær gerði Knattspyrnusamband Íslands upp Pepsi-deild kvenna með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Það kom fáum á óvart að Harpa Þorsteinsdóttir skyldi vera valinn besti leikmaðurinn. Harpa, sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni, fékk einnig verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins – sem hún skoraði gegn Aftureldingu – auk þess hún var valin í lið ársins. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar áttu fjóra aðra fulltrúa í liði ársins: Sigrúnu Ellu Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sú síðastnefnda er aðeins 19 ára gömul, en býr samt yfir mikilli reynslu. Hún lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki HK/Víkings í febrúar 2009, þá aðeins 13 ára gömul. Hún gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2012 og hefur síðan þá leikið 50 deildarleiki fyrir Garðabæjarliðið og skorað fimm mörk. Glódís varð bikarmeistari með Stjörnunni á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu (2012), Íslandsmeistari árið eftir og í ár varð Stjarnan tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Glódís, sem leikur jafnan í stöðu miðvarðar, er að vonum ánægð með uppskeru sumarsins: „Við erum hrikalega ánægðar og stoltar af þessum árangri sem við höfum náð. Við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að verða tvöfaldir meistarar og gera betur en í fyrra og það gekk eftir. Það er frábært og það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum,“ sagði Glódís, en hver er lykillinn að þessum árangri Stjörnunnar? „Við erum með gríðarlega góða og flotta liðsheild. Við spilum leiki sem lið og vinnum leiki sem lið.“ Glódís æfði með sænsku meisturunum í Rosengård í janúar, en hún segist ekki hafa heyrt frá félaginu undanfarið. „Ég er með samning við Stjörnuna sem gildir út tímabilið og við eigum eftir að spila í Meistaradeildinni og ætlum að reyna að komast sem lengst þar. Svo ætla ég bara að sjá hvað gerist,“ sagði Glódís sem setur stefnuna á að spila sem atvinnumaður í nánustu framtíð. „Mig langar að fara út fyrir næsta tímabil, en maður veit aldrei hvað býðst. Ég ætla ekki að fara út bara til þess að fara út. Ég ætla að fara út til að bæta mig sem knattspyrnukona,“ sagði Glódís sem segir að deildirnar í Svíþjóð og Þýskalandi heilli mest. Glódís er einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hún hefur leikið 25 A-landsleiki, en ellefu þeirra voru á þessu ári. Hún skoraði einnig sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á árinu, en gerði annað mark Íslands í 9-1 sigrinum á Serbíu í lokaleik ársins. Glódís segist sátt með árið hjá landsliðinu, þrátt fyrir að liðið kæmist ekki í umspil um sæti á HM 2015. „Þetta var gott landsliðsár – það var allavega mín upplifun. Við náðum að bæta okkur heilan helling á árinu. Þetta var bara frábært og það var gaman að fá að upplifa landsliðið á svona mikilli siglingu.Framtíðin er björt,“ sagði Glódís að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Í gær gerði Knattspyrnusamband Íslands upp Pepsi-deild kvenna með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Það kom fáum á óvart að Harpa Þorsteinsdóttir skyldi vera valinn besti leikmaðurinn. Harpa, sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni, fékk einnig verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins – sem hún skoraði gegn Aftureldingu – auk þess hún var valin í lið ársins. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar áttu fjóra aðra fulltrúa í liði ársins: Sigrúnu Ellu Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sú síðastnefnda er aðeins 19 ára gömul, en býr samt yfir mikilli reynslu. Hún lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki HK/Víkings í febrúar 2009, þá aðeins 13 ára gömul. Hún gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2012 og hefur síðan þá leikið 50 deildarleiki fyrir Garðabæjarliðið og skorað fimm mörk. Glódís varð bikarmeistari með Stjörnunni á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu (2012), Íslandsmeistari árið eftir og í ár varð Stjarnan tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Glódís, sem leikur jafnan í stöðu miðvarðar, er að vonum ánægð með uppskeru sumarsins: „Við erum hrikalega ánægðar og stoltar af þessum árangri sem við höfum náð. Við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að verða tvöfaldir meistarar og gera betur en í fyrra og það gekk eftir. Það er frábært og það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum,“ sagði Glódís, en hver er lykillinn að þessum árangri Stjörnunnar? „Við erum með gríðarlega góða og flotta liðsheild. Við spilum leiki sem lið og vinnum leiki sem lið.“ Glódís æfði með sænsku meisturunum í Rosengård í janúar, en hún segist ekki hafa heyrt frá félaginu undanfarið. „Ég er með samning við Stjörnuna sem gildir út tímabilið og við eigum eftir að spila í Meistaradeildinni og ætlum að reyna að komast sem lengst þar. Svo ætla ég bara að sjá hvað gerist,“ sagði Glódís sem setur stefnuna á að spila sem atvinnumaður í nánustu framtíð. „Mig langar að fara út fyrir næsta tímabil, en maður veit aldrei hvað býðst. Ég ætla ekki að fara út bara til þess að fara út. Ég ætla að fara út til að bæta mig sem knattspyrnukona,“ sagði Glódís sem segir að deildirnar í Svíþjóð og Þýskalandi heilli mest. Glódís er einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hún hefur leikið 25 A-landsleiki, en ellefu þeirra voru á þessu ári. Hún skoraði einnig sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á árinu, en gerði annað mark Íslands í 9-1 sigrinum á Serbíu í lokaleik ársins. Glódís segist sátt með árið hjá landsliðinu, þrátt fyrir að liðið kæmist ekki í umspil um sæti á HM 2015. „Þetta var gott landsliðsár – það var allavega mín upplifun. Við náðum að bæta okkur heilan helling á árinu. Þetta var bara frábært og það var gaman að fá að upplifa landsliðið á svona mikilli siglingu.Framtíðin er björt,“ sagði Glódís að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira