Með í maganum Sigurjón M. Egilsson skrifar 4. október 2014 07:00 Þegar við Íslendingar vegum og metum stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum grípum við oft til þess að segja að innviðirnir hér séu svo sterkir. Því sé staða okkar sterk, möguleikar okkar miklir, og meiri en flestra annarra þjóða, til að komast yfir erfiða hjalla. En er það svo? Erum við betur stödd en flestar aðrar þjóðir? Sé það rétt í einhverjum tilfellum, fer fjarri að það sé svo alls staðar. Fréttablaðið var með langt viðtal við ríkissaksóknarann í gær þar sem kom glögglega fram að ekki er allt sem sýnist og álag á embættið og það fólk sem þar starfar er mikið. Grípum aðeins niður í viðtalinu: „Maður hefur náttúrulega verið með í maganum yfir því að málsmeðferðartíminn er að lengjast. Er andvaka yfir því. En hvernig eigum við að geta sinnt þessu öllu?“ spurði saksóknarinn. Það er ekkert annað. Verkefnin eru fleiri og meiri en embættið hreinlega ræður við. Þetta gengur svo langt að saksóknara verður ekki svefnsamt. Saksóknari var þá spurður hvort embættið réði við að sinna lögbundnum skyldum, sem hlýtur jú að vera lágmark. „Nei. Það finnst mér ekki. Ég hugsa að ég þyrfti tvo starfsmenn til viðbótar, þá værum við betur sett. Málatölurnar eru aðeins að batna, en mál hafa alveg orðið skrambi gömul hérna.“ Og svo þetta: „Við erum öll meðvituð um þetta en við bara getum ekki hlaupið hraðar. En ég held við séum bara að standa okkur nokkuð vel miðað við málafjöldann og allt klárast þetta náttúrulega að lokum en tekur heldur langan tíma. Þetta er bara spurning um réttaröryggið; að málin skemmist ekki og það má ekki gleyma öllu þessu fólki sem þarf að bíða eftir of hægri afgreiðslu.“ Þannig lýsir saksóknari ríkisins innviðunum í sínu embætti. Sérstakur saksóknari talar á svipuðum nótum, dómstólarnir eru önnum kafnir, málafjöldinn vex endalaust, en dómurum fjölgar fjarri að sama skapi. Dómsvaldið, þriðja stoðin, í þrískiptingu valdsins er illa sett. Jafnvel er sú stoð lömuð að hluta. Þar eru innviðirnir greinilega ekki traustir. Heilbrigðiskerfið, sem á tyllidögum er sagt eitt það besta, ef ekki bara það besta í heimi, er í sýnilegum vanda. Aðbúnaður er ekki nægilega góður, læknar undirbúa verkfall, það er þeir sem hafa ekki flúið til útlanda, þar skortir hús og þar skortir tæki. Við sjáum öll og vitum öll að við erum ekki með besta heilbrigðiskerfi í heimi. Samt töluðum við eins og staðan væri allt önnur og betri. En við erum lánsöm. Meðal okkar er, enn að minnsta kosti, vel menntað og hæft fólk sem hefur tekist við erfiðar aðstæður að vinna afrek nánast hvern dag. Það þekkja þau sem hafa þurft að treysta á burði heilbrigðiskerfisins. Þegar við berum saman námsárangur íslenskra nemenda og næstu þjóða kárnar gamanið enn. Við stöndum illa í samanburðinum. Við meira að segja hikum ekki við að útskrifa fólk úr grunnnámi sem alltof margt getur ekki einu sinni lesið sér til gagns. Brottfall úr framhaldsskólum er meira hér en víða annars staðar. Og það sárasta er að áfram er hægt að telja upp þætti sem sanna að innviðir menntakerfisins eru ekki með neinum ágætum. Því miður. Ríkissaksóknari er með í maganum og sefur ekki af áhyggjum. Ætli það eigi við um margt annað fólk sem hefur tekið að sér vera í forsvari hér og þar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun
Þegar við Íslendingar vegum og metum stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum grípum við oft til þess að segja að innviðirnir hér séu svo sterkir. Því sé staða okkar sterk, möguleikar okkar miklir, og meiri en flestra annarra þjóða, til að komast yfir erfiða hjalla. En er það svo? Erum við betur stödd en flestar aðrar þjóðir? Sé það rétt í einhverjum tilfellum, fer fjarri að það sé svo alls staðar. Fréttablaðið var með langt viðtal við ríkissaksóknarann í gær þar sem kom glögglega fram að ekki er allt sem sýnist og álag á embættið og það fólk sem þar starfar er mikið. Grípum aðeins niður í viðtalinu: „Maður hefur náttúrulega verið með í maganum yfir því að málsmeðferðartíminn er að lengjast. Er andvaka yfir því. En hvernig eigum við að geta sinnt þessu öllu?“ spurði saksóknarinn. Það er ekkert annað. Verkefnin eru fleiri og meiri en embættið hreinlega ræður við. Þetta gengur svo langt að saksóknara verður ekki svefnsamt. Saksóknari var þá spurður hvort embættið réði við að sinna lögbundnum skyldum, sem hlýtur jú að vera lágmark. „Nei. Það finnst mér ekki. Ég hugsa að ég þyrfti tvo starfsmenn til viðbótar, þá værum við betur sett. Málatölurnar eru aðeins að batna, en mál hafa alveg orðið skrambi gömul hérna.“ Og svo þetta: „Við erum öll meðvituð um þetta en við bara getum ekki hlaupið hraðar. En ég held við séum bara að standa okkur nokkuð vel miðað við málafjöldann og allt klárast þetta náttúrulega að lokum en tekur heldur langan tíma. Þetta er bara spurning um réttaröryggið; að málin skemmist ekki og það má ekki gleyma öllu þessu fólki sem þarf að bíða eftir of hægri afgreiðslu.“ Þannig lýsir saksóknari ríkisins innviðunum í sínu embætti. Sérstakur saksóknari talar á svipuðum nótum, dómstólarnir eru önnum kafnir, málafjöldinn vex endalaust, en dómurum fjölgar fjarri að sama skapi. Dómsvaldið, þriðja stoðin, í þrískiptingu valdsins er illa sett. Jafnvel er sú stoð lömuð að hluta. Þar eru innviðirnir greinilega ekki traustir. Heilbrigðiskerfið, sem á tyllidögum er sagt eitt það besta, ef ekki bara það besta í heimi, er í sýnilegum vanda. Aðbúnaður er ekki nægilega góður, læknar undirbúa verkfall, það er þeir sem hafa ekki flúið til útlanda, þar skortir hús og þar skortir tæki. Við sjáum öll og vitum öll að við erum ekki með besta heilbrigðiskerfi í heimi. Samt töluðum við eins og staðan væri allt önnur og betri. En við erum lánsöm. Meðal okkar er, enn að minnsta kosti, vel menntað og hæft fólk sem hefur tekist við erfiðar aðstæður að vinna afrek nánast hvern dag. Það þekkja þau sem hafa þurft að treysta á burði heilbrigðiskerfisins. Þegar við berum saman námsárangur íslenskra nemenda og næstu þjóða kárnar gamanið enn. Við stöndum illa í samanburðinum. Við meira að segja hikum ekki við að útskrifa fólk úr grunnnámi sem alltof margt getur ekki einu sinni lesið sér til gagns. Brottfall úr framhaldsskólum er meira hér en víða annars staðar. Og það sárasta er að áfram er hægt að telja upp þætti sem sanna að innviðir menntakerfisins eru ekki með neinum ágætum. Því miður. Ríkissaksóknari er með í maganum og sefur ekki af áhyggjum. Ætli það eigi við um margt annað fólk sem hefur tekið að sér vera í forsvari hér og þar?
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun