Markmiðin og hagræðingin Sigurjón M.Egilsson skrifar 8. október 2014 00:00 Liðsmenn hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar fóru mikinn. Létu til sín taka hér og þar. Boðuðu breytingar hér og breytingar þar. Í fréttum liðinna daga hefur verið fjallað um eitt og annað, sem hið minnsta vekur spurningar um hvort meðferð almannafjár sé til mikillar fyrirmyndar og hvort hægt sé að gera betur. Hagræðingarhópurinn sagði á einum stað: „Ráðuneyti skulu í samstarfi við ráðherranefnd um ríkisfjármál yfirfara öll verkefni sem þau og undirstofnanir þeirra sinna og endurmeta á grundvelli núverandi stöðu ríkisfjármála. Verkefninu verði lokið fyrir framlagningu fjárlagafrumvarps 2015.“ Úr vöndu er að ráða hvort átt er við fjárlagafrumvarp vegna ársins 2015, sem sagt það frumvarp sem nú liggur frammi, eða hvort átt er við frumvarpið sem verður lagt fram að ári, og verður þá vísir að fjárlögum ársins 2016. Látum það liggja á milli hluta. Tillagan sem getið var um hér að ofan er nokkuð afgerandi. Samt má skilja, til að mynda af Háholtsmálinu, að ekki sé farið að þessum vilja hagræðingarhópsins. Sama má segja um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Sé hlutverk hagræðingarhópsins að leita að ódýrari rekstri, betri meðferð peninga, eða að meira fáist fyrir þær fjárveitingar sem eru til boða, má spyrja hvort alvaran sé eins mikil og af er látið. Hér er önnur tillaga frá hagræðingarhópnum: „Við allar breytingar á stofnanakerfi og þjónustu ríkisins verði sérstaklega horft til þess möguleika að flytja opinber störf út á land.“ Gott og vel, þá er eðlilega spurt, en hvað með hagræðinguna? Víkur hún fyrir vilja stjórnvalda til að flytja opinber störf út á land? Og ef svo er, hvers vegna er það þá ekki bara sagt. Hvaða blekkingarleikur er þetta? Er nokkur í raun sannfærður um að flutningur Fiskistofu sé gerður vegna hagræðingar, til að fara betur með opinbert fé? Ef takast á tvö sjónarmið, sparnaður og byggðamál, þá fer best á því að tala um hlutina eins og þeir eru. Annað á ekki að vera í boði. Enn hafa ekki komið fram haldbær rök fyrir því að Háholtssamningurinn tilvonandi verði til hagræðingar. Hins vegar hafa komið fram rök um að hann verði til að raska sem minnst byggð og atvinnu í Skagafirði. Því ber að segja það og fjalla um málið sem slíkt. Leikur einn er fyrir félagsmálaráðherrann að segja að mál sem þetta og önnur sem hafa ratað í fjölmiðla af borði ráðherrans, séu hafin yfir markmið um hagræðingu. Henni verði að ná fram með öðrum hætti, með meiri sparnaði annars staðar. Vilji ríkisvaldsins til að efla byggðir er vel skiljanlegur. Svo er annað, ríkisvaldið hefur takmarkað komið að uppbyggingunni á Vestfjörðum. Þar eru að verki dugmiklir Íslendingar og erlendir ríkisborgarar. Ríkisvaldið er í mesta vanda með að sjá til þess að vegasamgöngur við þetta mikla vaxtarsvæði verði viðunandi. Ef eitthvað er hefur hið opinbera þvælst fyrir uppbyggingunni frekar en hitt. Þrátt fyrir ríkisvaldið er uppbygging á Vestfjörðum sú mesta sem um getur í langan, langan tíma og það án aðkomu ríkisins og opinberrar hagræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun
Liðsmenn hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar fóru mikinn. Létu til sín taka hér og þar. Boðuðu breytingar hér og breytingar þar. Í fréttum liðinna daga hefur verið fjallað um eitt og annað, sem hið minnsta vekur spurningar um hvort meðferð almannafjár sé til mikillar fyrirmyndar og hvort hægt sé að gera betur. Hagræðingarhópurinn sagði á einum stað: „Ráðuneyti skulu í samstarfi við ráðherranefnd um ríkisfjármál yfirfara öll verkefni sem þau og undirstofnanir þeirra sinna og endurmeta á grundvelli núverandi stöðu ríkisfjármála. Verkefninu verði lokið fyrir framlagningu fjárlagafrumvarps 2015.“ Úr vöndu er að ráða hvort átt er við fjárlagafrumvarp vegna ársins 2015, sem sagt það frumvarp sem nú liggur frammi, eða hvort átt er við frumvarpið sem verður lagt fram að ári, og verður þá vísir að fjárlögum ársins 2016. Látum það liggja á milli hluta. Tillagan sem getið var um hér að ofan er nokkuð afgerandi. Samt má skilja, til að mynda af Háholtsmálinu, að ekki sé farið að þessum vilja hagræðingarhópsins. Sama má segja um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Sé hlutverk hagræðingarhópsins að leita að ódýrari rekstri, betri meðferð peninga, eða að meira fáist fyrir þær fjárveitingar sem eru til boða, má spyrja hvort alvaran sé eins mikil og af er látið. Hér er önnur tillaga frá hagræðingarhópnum: „Við allar breytingar á stofnanakerfi og þjónustu ríkisins verði sérstaklega horft til þess möguleika að flytja opinber störf út á land.“ Gott og vel, þá er eðlilega spurt, en hvað með hagræðinguna? Víkur hún fyrir vilja stjórnvalda til að flytja opinber störf út á land? Og ef svo er, hvers vegna er það þá ekki bara sagt. Hvaða blekkingarleikur er þetta? Er nokkur í raun sannfærður um að flutningur Fiskistofu sé gerður vegna hagræðingar, til að fara betur með opinbert fé? Ef takast á tvö sjónarmið, sparnaður og byggðamál, þá fer best á því að tala um hlutina eins og þeir eru. Annað á ekki að vera í boði. Enn hafa ekki komið fram haldbær rök fyrir því að Háholtssamningurinn tilvonandi verði til hagræðingar. Hins vegar hafa komið fram rök um að hann verði til að raska sem minnst byggð og atvinnu í Skagafirði. Því ber að segja það og fjalla um málið sem slíkt. Leikur einn er fyrir félagsmálaráðherrann að segja að mál sem þetta og önnur sem hafa ratað í fjölmiðla af borði ráðherrans, séu hafin yfir markmið um hagræðingu. Henni verði að ná fram með öðrum hætti, með meiri sparnaði annars staðar. Vilji ríkisvaldsins til að efla byggðir er vel skiljanlegur. Svo er annað, ríkisvaldið hefur takmarkað komið að uppbyggingunni á Vestfjörðum. Þar eru að verki dugmiklir Íslendingar og erlendir ríkisborgarar. Ríkisvaldið er í mesta vanda með að sjá til þess að vegasamgöngur við þetta mikla vaxtarsvæði verði viðunandi. Ef eitthvað er hefur hið opinbera þvælst fyrir uppbyggingunni frekar en hitt. Þrátt fyrir ríkisvaldið er uppbygging á Vestfjörðum sú mesta sem um getur í langan, langan tíma og það án aðkomu ríkisins og opinberrar hagræðingar.
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun