Slappaðu af, þetta er bara bíó! Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Kvikmyndin Gone girl, byggð á skáldsögu Gillian Flynn sem í íslenskri þýðingu nefnist Hún er horfin, hefur vakið hörð viðbrögð rétthugsandi fólks sem þykir aðalpersónan byggð á gömlum klisjum um klæki kvenna. Rithöfundurinn Joan Smith skrifaði harðorða grein í The Guardian á dögunum þar sem hún ræðst á aðalleikara myndarinnar, Ben Affleck og Rosamund Pike, fyrir að taka þátt í því að gera kvikmynd sem byggir á ranghugmyndum um falskar ásakanir kvenna um nauðganir og heimilisofbeldi. Smith vitnar í skýrslu um rannsóknarniðurstöður á kynbundnu ofbeldi sem út kom í Bretlandi á síðasta ári og bendir réttilega á að þau tilvik þegar konur leggja fram falskar nauðgunar- og ofbeldiskærur eru óhemju sjaldgæf og að á því sautján mánaða tímabili sem skýrslan tekur til hafi nauðgun verið kærð í 5.651 skipti, kærur fyrir heimilisofbeldi hafi verið 111.891 en falskar nauðgunarkærur hafi verið 35 og falskar heimilisofbeldiskærur ekki nema sex. Það sé því ábyrgðarhluti að byggja heila kvikmynd á því plotti að kona nái sínu fram með fölskum ásökunum. Smith bendir á að skáldskapur, og þá ekki síst glæpasagnageirinn, sé fullur af steríótýpum og það sé nánast skylda höfunda að vinna á móti þeim í skrifum sínum, skapa trúverðugar konur og hlaða ekki undir ranghugmyndir. Gott mál, svo langt sem það nær. Hún minnist hins vegar ekkert á að það sé þörf á því að breyta steríótýpískum karlpersónum, sem slíkar sögur eru vissulega einnig fullar af. Samkvæmt hennar röksemdafærslu ættu slíkar skáldsagnapersónur að ýta undir þær ranghugmyndir að allir karlmenn séu hrottar, morðingjar, nauðgarar og guð veit hvað, þar sem glæpamennirnir í þessum sögum fremja slíka glæpi í hrönnum án þess að depla auga. Og eru ef eitthvað er mun njörvaðri í viðjar steríótýpunnar en kvenpersónurnar. Steríótýpísk hlutföll kynjanna í glæpasögum eru reyndar aukaatriði í þessu máli. Grundvallarspurningin snýst um það hvort listamönnum beri skylda til að gangast undir lögmál pólitískrar rétthugsunar og sníða persónur sínar, myndverk, tónlist eða texta að því sem þykir góð latína í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og betri heimi. Er hægt að gera slíkar kröfur til listamanna og verða listaverkin þá ekki ekki einhliða áróður sem varpar engu ljósi á fjölbreytileika mannlífsins og mannlegt eðli? Í skýrslunni sem Smith vitnar til kemur til dæmis fram að 41 kona lagði fram falska kæru fyrir ofbeldi á gefnu tímabili, má sem sagt ekki skrifa sögu þeirra vegna þess að þær falla ekki í rétt norm? Á það að vera hlutverk listarinnar að falsa raunveruleikann til að „rétt“ viðhorf fái brautargengi? Svarið við þessum spurningum hlýtur að vera þvert nei. Hlutverk listarinnar getur aldrei verið að þjóna þóknanlegum viðhorfum. Það að slík krafa skjóti ítrekað upp kollinum í umræðunni ætti að vera blikkandi viðvörunarljós og fá fólk til að staldra við og spyrja sig á hvaða leið við séum. List sem ekki má ögra er dauð list og tilraunir ýmissa stjórnmálaafla í gegnum tíðina til að temja listina ættu að vera næg víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Kvikmyndin Gone girl, byggð á skáldsögu Gillian Flynn sem í íslenskri þýðingu nefnist Hún er horfin, hefur vakið hörð viðbrögð rétthugsandi fólks sem þykir aðalpersónan byggð á gömlum klisjum um klæki kvenna. Rithöfundurinn Joan Smith skrifaði harðorða grein í The Guardian á dögunum þar sem hún ræðst á aðalleikara myndarinnar, Ben Affleck og Rosamund Pike, fyrir að taka þátt í því að gera kvikmynd sem byggir á ranghugmyndum um falskar ásakanir kvenna um nauðganir og heimilisofbeldi. Smith vitnar í skýrslu um rannsóknarniðurstöður á kynbundnu ofbeldi sem út kom í Bretlandi á síðasta ári og bendir réttilega á að þau tilvik þegar konur leggja fram falskar nauðgunar- og ofbeldiskærur eru óhemju sjaldgæf og að á því sautján mánaða tímabili sem skýrslan tekur til hafi nauðgun verið kærð í 5.651 skipti, kærur fyrir heimilisofbeldi hafi verið 111.891 en falskar nauðgunarkærur hafi verið 35 og falskar heimilisofbeldiskærur ekki nema sex. Það sé því ábyrgðarhluti að byggja heila kvikmynd á því plotti að kona nái sínu fram með fölskum ásökunum. Smith bendir á að skáldskapur, og þá ekki síst glæpasagnageirinn, sé fullur af steríótýpum og það sé nánast skylda höfunda að vinna á móti þeim í skrifum sínum, skapa trúverðugar konur og hlaða ekki undir ranghugmyndir. Gott mál, svo langt sem það nær. Hún minnist hins vegar ekkert á að það sé þörf á því að breyta steríótýpískum karlpersónum, sem slíkar sögur eru vissulega einnig fullar af. Samkvæmt hennar röksemdafærslu ættu slíkar skáldsagnapersónur að ýta undir þær ranghugmyndir að allir karlmenn séu hrottar, morðingjar, nauðgarar og guð veit hvað, þar sem glæpamennirnir í þessum sögum fremja slíka glæpi í hrönnum án þess að depla auga. Og eru ef eitthvað er mun njörvaðri í viðjar steríótýpunnar en kvenpersónurnar. Steríótýpísk hlutföll kynjanna í glæpasögum eru reyndar aukaatriði í þessu máli. Grundvallarspurningin snýst um það hvort listamönnum beri skylda til að gangast undir lögmál pólitískrar rétthugsunar og sníða persónur sínar, myndverk, tónlist eða texta að því sem þykir góð latína í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og betri heimi. Er hægt að gera slíkar kröfur til listamanna og verða listaverkin þá ekki ekki einhliða áróður sem varpar engu ljósi á fjölbreytileika mannlífsins og mannlegt eðli? Í skýrslunni sem Smith vitnar til kemur til dæmis fram að 41 kona lagði fram falska kæru fyrir ofbeldi á gefnu tímabili, má sem sagt ekki skrifa sögu þeirra vegna þess að þær falla ekki í rétt norm? Á það að vera hlutverk listarinnar að falsa raunveruleikann til að „rétt“ viðhorf fái brautargengi? Svarið við þessum spurningum hlýtur að vera þvert nei. Hlutverk listarinnar getur aldrei verið að þjóna þóknanlegum viðhorfum. Það að slík krafa skjóti ítrekað upp kollinum í umræðunni ætti að vera blikkandi viðvörunarljós og fá fólk til að staldra við og spyrja sig á hvaða leið við séum. List sem ekki má ögra er dauð list og tilraunir ýmissa stjórnmálaafla í gegnum tíðina til að temja listina ættu að vera næg víti til varnaðar.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun