Grunnþjónustan verður einkavædd Sigurjón M. Egilsson skrifar 28. október 2014 07:00 Sumt er fólki heilagra en annað. Til að mynda er almennur vilji til að við sitjum öll við sama borð þegar kemur að heilbrigðisþjónustu, menntun og öðrum grunnstoðum samfélagsins. Þegar viðraðar eru hugmyndir um að breyta þessu með einhverjum hætti verða mörg til að taka til varna. Sumu er fólk einfaldlegra tregara til að breyta en öðru. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur opnað á að ríkið feli einkaaðilum stærra hlutverk í heilbrigðisþjónustunni. Hann hefur bent á dæmi, sem hann telur góð, þar sem einkaaðilar hafa annast hluta heilbrigðisþjónustunnar. Til dæmis rekstur heilsugæslustöðva. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, sem fer meðal annars með samgöngumál, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, fyrir rétt rúmri viku, að hún sæi ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki eða félög kæmu að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Ekki síst nú á tímum þar sem ríkissjóður er illa eða ekki aflögufær og því hætta á að vandi vegna lélegra vega og nauðsynlegir nýir vegir sitji eftir. Hanna Birna getur bent á velheppnaða einkaframkvæmd, sem eru Hvalfjarðargöng. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði, í sama útvarpsþætti nú á sunnudaginn, að þrenging á framhaldsskólamenntun þeirra sem eru eldri en tuttugu og fimm ára opnaði á möguleika þess að nýir einkareknir skólar yrðu til. Hér hafa verið nefnd sjónarmið þriggja ráðherra sem hver um sig fer með mikilsverðan málaflokk, eða málaflokka réttara sagt. Fylgi ráðherrarnir, eða ríkisstjórnin, þessu eftir dylst engum að átök eru framundan, átök um það sem almenn sátt hefur verið um, allavega að mestu. Fátt er efnilegra til pólitískra átaka en einmitt þessi atriði. Hvað sem hver segir er mismunun í heilbrigðiskerfinu hafin. Þeir efnameiri geta til að mynda keypt sig út af biðlistum, allavega hvað varðar ákveðnar augnaðgerðir. Um áramótin opnast fyrir okkur að leita lækninga í öðrum Evrópulöndum, sé bið hér löng. Slíkt verður væntanlega aðeins á færi þeirra efnameiri. Umræða um þetta er nánast óhafin, en verður átakamikil. Ekki er nokkur vafi á að þau, sem ekki komast í framhaldsskóla sökum þess að viðkomandi hefur náð tuttugu og fimm ára aldri, verða, vilji þau mennta sig, að kaupa sér menntun úti í bæ á allt að sautjánföldu verði þess sem ríkismenntunin kostar. Það verður ekki á færi allra að standa undir því. Þeir auraminni munu því sitja eftir. Framundan er mikil breyting. Hér eru aðeins örfá dæmi nefnd. Ekkert er að því að fólk skiptist í hópa eða flokka um hvernig þessum málum verður hagað. Ólík pólitísk sjónarmið eru þannig og einmitt þess vegna. Reyndar er ótrúlega lítil umræða hafin um þetta allt saman. Halda mætti að byssumálið hafi skotið þessu á frest. Stendur vilji fólks til að auka einkarekstur í almannaþjónustunni eða ekki? Á að auka hann í heilbrigðisþjónustunni, í menntun og í samgöngum eða ekki? Þessi verða stóru átakamálin í innanlandsmálunum á allra næstu tímum. Pólitískar andstæður hafa opinberast í skattamálum og þær aukast þegar deilt verður um meðferð opinbers fjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun
Sumt er fólki heilagra en annað. Til að mynda er almennur vilji til að við sitjum öll við sama borð þegar kemur að heilbrigðisþjónustu, menntun og öðrum grunnstoðum samfélagsins. Þegar viðraðar eru hugmyndir um að breyta þessu með einhverjum hætti verða mörg til að taka til varna. Sumu er fólk einfaldlegra tregara til að breyta en öðru. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur opnað á að ríkið feli einkaaðilum stærra hlutverk í heilbrigðisþjónustunni. Hann hefur bent á dæmi, sem hann telur góð, þar sem einkaaðilar hafa annast hluta heilbrigðisþjónustunnar. Til dæmis rekstur heilsugæslustöðva. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, sem fer meðal annars með samgöngumál, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, fyrir rétt rúmri viku, að hún sæi ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki eða félög kæmu að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Ekki síst nú á tímum þar sem ríkissjóður er illa eða ekki aflögufær og því hætta á að vandi vegna lélegra vega og nauðsynlegir nýir vegir sitji eftir. Hanna Birna getur bent á velheppnaða einkaframkvæmd, sem eru Hvalfjarðargöng. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði, í sama útvarpsþætti nú á sunnudaginn, að þrenging á framhaldsskólamenntun þeirra sem eru eldri en tuttugu og fimm ára opnaði á möguleika þess að nýir einkareknir skólar yrðu til. Hér hafa verið nefnd sjónarmið þriggja ráðherra sem hver um sig fer með mikilsverðan málaflokk, eða málaflokka réttara sagt. Fylgi ráðherrarnir, eða ríkisstjórnin, þessu eftir dylst engum að átök eru framundan, átök um það sem almenn sátt hefur verið um, allavega að mestu. Fátt er efnilegra til pólitískra átaka en einmitt þessi atriði. Hvað sem hver segir er mismunun í heilbrigðiskerfinu hafin. Þeir efnameiri geta til að mynda keypt sig út af biðlistum, allavega hvað varðar ákveðnar augnaðgerðir. Um áramótin opnast fyrir okkur að leita lækninga í öðrum Evrópulöndum, sé bið hér löng. Slíkt verður væntanlega aðeins á færi þeirra efnameiri. Umræða um þetta er nánast óhafin, en verður átakamikil. Ekki er nokkur vafi á að þau, sem ekki komast í framhaldsskóla sökum þess að viðkomandi hefur náð tuttugu og fimm ára aldri, verða, vilji þau mennta sig, að kaupa sér menntun úti í bæ á allt að sautjánföldu verði þess sem ríkismenntunin kostar. Það verður ekki á færi allra að standa undir því. Þeir auraminni munu því sitja eftir. Framundan er mikil breyting. Hér eru aðeins örfá dæmi nefnd. Ekkert er að því að fólk skiptist í hópa eða flokka um hvernig þessum málum verður hagað. Ólík pólitísk sjónarmið eru þannig og einmitt þess vegna. Reyndar er ótrúlega lítil umræða hafin um þetta allt saman. Halda mætti að byssumálið hafi skotið þessu á frest. Stendur vilji fólks til að auka einkarekstur í almannaþjónustunni eða ekki? Á að auka hann í heilbrigðisþjónustunni, í menntun og í samgöngum eða ekki? Þessi verða stóru átakamálin í innanlandsmálunum á allra næstu tímum. Pólitískar andstæður hafa opinberast í skattamálum og þær aukast þegar deilt verður um meðferð opinbers fjár.
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun