Göngum við í kringum einiberjarunn,
einiberjarunn, einiberjarunn.
Göngum við í kringum einiberjarunn,
snemma á mánudagsmorgni.
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott,
þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott,
svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott,
snemma á mánudagsmorgni.
Þriðjud: Vindum okkar þvott
Miðvikud: Hengjum okkar þvott
Fimmtud: Teygjum okkar þvott
Föstud: Straujum okkar þvott
Laugard: Skúrum okkar gólf
Sunnud, snemma: Greiðum okkar hár
Sunnud, seint: Göngum kirkjugólf
Göngum við í kringum...
