„Menn hafa greinilega varann á“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Mikil hætta er á flóðum ef eldgos verður í Bárðarbungu og gætu þau raskað raforkuflutningi. vísir/vilhelm Það er ekki eingöngu gasmengun frá gosinu í Holuhrauni sem getur valdið usla. Starfshópur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Viðlagatryggingar Íslands hefur sent frá sér greinargerð sem hafði það að meginmarkmiði að greina áhrif flóða í kjölfar eldgoss í Bárðarbungu. Þessi ógn hefur haft í för með sér aukna eftirspurn eftir rafstöðvum hér á landi. „Við finnum fyrir aukinni eftirspurn og það eru ýmis fyrirtæki sem eru að versla, bæði birgjar og hjálparstofnanir,“ segir Kristófer S. Snæbjörnsson, sölustjóri véla- og tækjadeildar hjá Merkúr, sem er fyrirtæki sem selur meðal annars rafstöðvar. Kristófer S. SnæbjörnssonHann segir rafstöðvarnar geta bjargað miklu ef upp kemur rafmagnsleysi. „Þær geta bjargað miklu, sérstaklega tölvukerfum, og þess háttar. Þessir stóru lagerar hjá hinum ýmsu fyrirtækjum eru mest megnis keyrðir af tölvum. Það eru mörg fyrirtæki sem ekki geta komið frá sér afurðum nema að hafa rafmagn,“ segir Kristófer. Hann segir algengast að verið sé að spyrja um minni og meðalstórar rafstöðvar sem eru í kringum 30 kílóvött. „Þessar minni og meðalstóru rafstöðvar geta bjargað tölvukerfi í miðlungsstóru fyrirtæki. Menn hafa greinilega varann á enda er það mun skynsamlegra ef við lendum í einhverju veseni,“ bætir Kristófer við. Fyrirspurnirnar koma víðs vegar að og meðal annars frá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Að undanförnu hefur þó mikið borið á fyrirspurnum frá fyrirtækjum á Suðausturlandi. Bárðarbunga Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Það er ekki eingöngu gasmengun frá gosinu í Holuhrauni sem getur valdið usla. Starfshópur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Viðlagatryggingar Íslands hefur sent frá sér greinargerð sem hafði það að meginmarkmiði að greina áhrif flóða í kjölfar eldgoss í Bárðarbungu. Þessi ógn hefur haft í för með sér aukna eftirspurn eftir rafstöðvum hér á landi. „Við finnum fyrir aukinni eftirspurn og það eru ýmis fyrirtæki sem eru að versla, bæði birgjar og hjálparstofnanir,“ segir Kristófer S. Snæbjörnsson, sölustjóri véla- og tækjadeildar hjá Merkúr, sem er fyrirtæki sem selur meðal annars rafstöðvar. Kristófer S. SnæbjörnssonHann segir rafstöðvarnar geta bjargað miklu ef upp kemur rafmagnsleysi. „Þær geta bjargað miklu, sérstaklega tölvukerfum, og þess háttar. Þessir stóru lagerar hjá hinum ýmsu fyrirtækjum eru mest megnis keyrðir af tölvum. Það eru mörg fyrirtæki sem ekki geta komið frá sér afurðum nema að hafa rafmagn,“ segir Kristófer. Hann segir algengast að verið sé að spyrja um minni og meðalstórar rafstöðvar sem eru í kringum 30 kílóvött. „Þessar minni og meðalstóru rafstöðvar geta bjargað tölvukerfi í miðlungsstóru fyrirtæki. Menn hafa greinilega varann á enda er það mun skynsamlegra ef við lendum í einhverju veseni,“ bætir Kristófer við. Fyrirspurnirnar koma víðs vegar að og meðal annars frá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Að undanförnu hefur þó mikið borið á fyrirspurnum frá fyrirtækjum á Suðausturlandi.
Bárðarbunga Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira