Stormsveipurinn mætir heim 1. desember 2014 14:00 Bergþór klæddur í 35 ára gamla jólasvuntu sem saumuð var af móður nágrannakonu fjölskyldunnar í Vestmannaeyjum úr afgöngum af jólagardínum. MYND/ÚR EINKASAFNI Þegar Bergþór Bjarnason kemur til Vestmannaeyja fyrir jólin setur fjölskyldan í fluggírinn. Bergþór, sem hefur verið búsettur í Frakklandi síðan 1995, heldur jólin heima í Eyjum ef hægt er og er allt í öllu í jólaundirbúningnum; hjálpar til við þrifin, kaupir jólagjafir, setur upp jólaskraut og aðstoðar í eldhúsinu á aðfangadag. Honum finnst best að hafa jólin íslensk og hefur lítið blandað frönskum hefðum inn í jólahald fjölskyldunnar, utan þess að rauðvínið sem boðið er upp á er iðulega franskt. „Frá því ég flutti til Frakklands hef ég einungis fjórum sinnum eytt jólunum þar. Árin 1998 og 2006 komst ég ekki heim vegna vinnu og árið 2011 og 2012 vorum við sambýlismaður minn, Olivier Francheteau, nýbúnir að koma okkur fyrir í Nice og hann vildi ekki eyða jólunum einn þar af því að við þekktum fáa í byrjun. Ég eyddi þó gamlárskvöldi bæði 2006 og 2011 í Vestmannaeyjum.“ Bergþór segir fjölskylduna heima á Íslandi vana því að hann komi heim yfir jólin og bíði raunar eftir honum svo allt geti farið á fullt í jólaundirbúningnum. „Áður fyrr hafði ég meiri tíma til að sinna ýmsum jólaverkum. Ég hjálpaði alltaf mikið við þrifin, hef séð um að kaupa jólagjafir fyrir krakkana í fjölskyldunni og stundum hina stærri líka. Undanfarin ár hef ég haft minni tíma en áður en reyni mitt besta við að koma í það minnsta upp jólaskrauti og seríum. Nú er það pabbi sem bakar með mömmu í staðinn fyrir mig.“ Jólahaldið hjá Bergþóri og fjölskyldu er að mestu alíslenskt að hans sögn. „Boðið er upp á jólagraut, heimabakaðar flatkökur með hangikjöti, síld og fleira í hádeginu. Áður var oft hamborgarhryggur en nú er oftast lamb á aðfangadagskvöld en þá erum við oftast hjá systur minni. Á jóladag er fjölskyldan saman, boðið upp á sveitahangikjöt úr Öræfasveit en móðir mín er þaðan.“ Margt annað hefðbundið er í boði yfir jólin, til dæmis smákökur, konfekt, rjómaterta á jóladag og jafnvel brauðterta auk þess sem Bergþór útbýr yfirleitt sjerríbúðing í eftirrétt á aðfangadagskvöld.„Það sem helst kemur núorðið frá Frakklandi á jólunum heima er rauðvínið með kjötinu. Þegar ég var lítill var það jólaöl og svo seinna malt og appelsín. Nú hafa frönsku áhrifin borið með sér borðvínið til Eyja. Svo færi ég þeim kampavín fyrir gamlárskvöld.“ Að sögn Bergþórs er jólahaldið í Frakklandi talsvert frábrugðið því íslenska. „Í Frakklandi hef ég verið einu sinni með vinum, einu sinni með tengdafjölskyldunni og svo vorum við Olivier einir í tvö skipti. Jólaborðhald í Frakklandi hefst ekki fyrr en skálað hefur verið í kampavíni með einhverjum smáréttum. Frakkar eru mikið með ostrur, hörpuskel og alls konar skelfisk í forrétt. Svo er allur gangur á því hvað er í aðalrétt en oft er það fylltur kalkúni, önd eða gæs. Svo má nefna jóladrumbinn sem eftirrétt. Svo þarf náttúrulega vín sem passar við hvern rétt.“ Bergþór er væntanlegur heim 23. desember og hlakkar mikið til. „Ég reyni alltaf að nýta tímann í vélinni frá París til Keflavíkur til að skrifa jólakort til ættingja. Stundum fara þau reyndar ekki í póst fyrr en um jól og berast þá ekki til fólks fyrr en milli jóla og nýárs. Mér finnst jólakortin óskaplega fallegur íslenskur siður og vonandi að Facebook og sms-skilaboðum takist ekki alveg að útrýma þeim.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Jólaföndur í Vesturbæjarskóla Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól
Þegar Bergþór Bjarnason kemur til Vestmannaeyja fyrir jólin setur fjölskyldan í fluggírinn. Bergþór, sem hefur verið búsettur í Frakklandi síðan 1995, heldur jólin heima í Eyjum ef hægt er og er allt í öllu í jólaundirbúningnum; hjálpar til við þrifin, kaupir jólagjafir, setur upp jólaskraut og aðstoðar í eldhúsinu á aðfangadag. Honum finnst best að hafa jólin íslensk og hefur lítið blandað frönskum hefðum inn í jólahald fjölskyldunnar, utan þess að rauðvínið sem boðið er upp á er iðulega franskt. „Frá því ég flutti til Frakklands hef ég einungis fjórum sinnum eytt jólunum þar. Árin 1998 og 2006 komst ég ekki heim vegna vinnu og árið 2011 og 2012 vorum við sambýlismaður minn, Olivier Francheteau, nýbúnir að koma okkur fyrir í Nice og hann vildi ekki eyða jólunum einn þar af því að við þekktum fáa í byrjun. Ég eyddi þó gamlárskvöldi bæði 2006 og 2011 í Vestmannaeyjum.“ Bergþór segir fjölskylduna heima á Íslandi vana því að hann komi heim yfir jólin og bíði raunar eftir honum svo allt geti farið á fullt í jólaundirbúningnum. „Áður fyrr hafði ég meiri tíma til að sinna ýmsum jólaverkum. Ég hjálpaði alltaf mikið við þrifin, hef séð um að kaupa jólagjafir fyrir krakkana í fjölskyldunni og stundum hina stærri líka. Undanfarin ár hef ég haft minni tíma en áður en reyni mitt besta við að koma í það minnsta upp jólaskrauti og seríum. Nú er það pabbi sem bakar með mömmu í staðinn fyrir mig.“ Jólahaldið hjá Bergþóri og fjölskyldu er að mestu alíslenskt að hans sögn. „Boðið er upp á jólagraut, heimabakaðar flatkökur með hangikjöti, síld og fleira í hádeginu. Áður var oft hamborgarhryggur en nú er oftast lamb á aðfangadagskvöld en þá erum við oftast hjá systur minni. Á jóladag er fjölskyldan saman, boðið upp á sveitahangikjöt úr Öræfasveit en móðir mín er þaðan.“ Margt annað hefðbundið er í boði yfir jólin, til dæmis smákökur, konfekt, rjómaterta á jóladag og jafnvel brauðterta auk þess sem Bergþór útbýr yfirleitt sjerríbúðing í eftirrétt á aðfangadagskvöld.„Það sem helst kemur núorðið frá Frakklandi á jólunum heima er rauðvínið með kjötinu. Þegar ég var lítill var það jólaöl og svo seinna malt og appelsín. Nú hafa frönsku áhrifin borið með sér borðvínið til Eyja. Svo færi ég þeim kampavín fyrir gamlárskvöld.“ Að sögn Bergþórs er jólahaldið í Frakklandi talsvert frábrugðið því íslenska. „Í Frakklandi hef ég verið einu sinni með vinum, einu sinni með tengdafjölskyldunni og svo vorum við Olivier einir í tvö skipti. Jólaborðhald í Frakklandi hefst ekki fyrr en skálað hefur verið í kampavíni með einhverjum smáréttum. Frakkar eru mikið með ostrur, hörpuskel og alls konar skelfisk í forrétt. Svo er allur gangur á því hvað er í aðalrétt en oft er það fylltur kalkúni, önd eða gæs. Svo má nefna jóladrumbinn sem eftirrétt. Svo þarf náttúrulega vín sem passar við hvern rétt.“ Bergþór er væntanlegur heim 23. desember og hlakkar mikið til. „Ég reyni alltaf að nýta tímann í vélinni frá París til Keflavíkur til að skrifa jólakort til ættingja. Stundum fara þau reyndar ekki í póst fyrr en um jól og berast þá ekki til fólks fyrr en milli jóla og nýárs. Mér finnst jólakortin óskaplega fallegur íslenskur siður og vonandi að Facebook og sms-skilaboðum takist ekki alveg að útrýma þeim.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Jólaföndur í Vesturbæjarskóla Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól