Ávallt risalamande Vera Einarsdóttir skrifar 6. desember 2014 12:00 Thomas segir langflesta Dani borða risalamande á jólunum. MYND/VILHELM Thomas Aagaard er ávallt með risalamande í eftirrétt á aðfangadag. Hann segir uppskriftirnar að þessum þjóðareftirrétti Dana nokkuð keimlíkar. Hann notar þó mun meira af möndlum en venja er. Thomas er fyrrverandi matreiðslumaður en starfar nú hjá Actavis. Hann er frá Danmörku en hefur búið á Íslandi í tæp tuttugu ár. Hann hefur viðhaldið mörgum af sínum dönsku jólahefðum og er til að mynda alltaf með risalamande í eftirrétt á aðfangadag. „Ég man ekki eftir því að hafa borðað annan eftirrétt á jólunum og á það sama við um langflesta Dani. Þeir halda fast í sínar jólahefðir og eru lítið að breyta út af vananum.“ Thomas segir siðinn í Danmörku eiga rætur að rekja til loka 19. aldar en þá fór aðgangur almennings að hrísgrjónum að verða meiri. Fyrir þann tíma voru hrísgrjón hrein munaðarvara. Eftir síðari heimsstyrjöldina sló grauturinn endanlega í gegn en með því að blanda auðfengnum þeyttum rjóma í grautinn mátti spara grjón auk þess sem hann entist lengur. Flestir Danir elda stóran skammt af grjónagraut á Þorláksmessu og borða hluta hans í kvöldmat. Afgangurinn er svo settur í kæli. Þeyttum rjóma og möndlum er svo bætt saman við á aðfangadag og grauturinn svo látinn standa í kæli þar til rétt áður en hann er borinn fram. Thomas segir flestar risalamande-uppskriftir nokkuð keimlíkar en þó eru hlutföll grjóna og vökva aðeins misjöfn. Sjálfur sýður hann grjónin eingöngu upp úr nýmjólk. „Sumir byrja á örlitlu vatni en með því að nota eingöngu mjólk verður grauturinn skjannahvítur. Nýmjólkin gerir hann jafnframt hæfilega feitan.“ Að sögn Thomasar er í flestum uppskriftum aðeins gert ráð fyrir 50 grömmum af möndlum. „Í mínum huga er þetta hins vegar möndlugrautur og ég nota yfirleitt hátt í 200 grömm. Ég nota heilar möndlur sem ég saxa gróft. Ég geymi svo eina heila sem er sett út í rétt í lokin. Sá sem hana fær hlýtur möndlugjöfina sem er yfirleitt einhvers konar súkkulaði eða marsípan,“ útskýrir Thomas. Hann segir flesta Dani bera grautinn fram með kirsuberjasósu. „Ég kaupi sósu frá Den gamle fabrik og velgi hana upp rétt áður en grauturinn er borinn fram.“Thomas notar eingöngu nýmjólk í grautinn. Hann sýður vanillustöngina með og notar mun meira af möndlum en venja er.Risalamande 125 g grautargrjón 50 g sykur 1 vanillustöng 1,2 l mjólk 500 ml þeyttur rjómi 200 g möndlur, saxaðar gróft Setjið hrísgrjón, sykur og mjólk í pott. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið innihaldið ofan í pottinn. Látið stöngina fylgja með. Sjóðið rólega saman í 40 mínútur. Hrærið reglulega og gætið þess að grauturinn brenni ekki við. Slökkvið undir og setjið lok yfir. Látið standa og kólna. Kælið grautinn yfir nótt. Þeytið rjómann og hakkið möndlurnar. Blandið varlega saman við grautinn. Gott er að gera það í þremur skömmtum. Geymið heila möndlu fyrir möndlugjöf. Berið fram með kirsuberjasósu. Jólamatur Mest lesið Jólasveinar ganga um gólf Jól Svona gerirðu graflax Jól 15 metra hermaður Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól Svið í jólamatinn Jól Nýr ilmur frá L´Occitane Jól Jólagleðin við völd - myndir Jól Aðventan boðar komu jólanna Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Jólamessa á netinu Jólin
Thomas Aagaard er ávallt með risalamande í eftirrétt á aðfangadag. Hann segir uppskriftirnar að þessum þjóðareftirrétti Dana nokkuð keimlíkar. Hann notar þó mun meira af möndlum en venja er. Thomas er fyrrverandi matreiðslumaður en starfar nú hjá Actavis. Hann er frá Danmörku en hefur búið á Íslandi í tæp tuttugu ár. Hann hefur viðhaldið mörgum af sínum dönsku jólahefðum og er til að mynda alltaf með risalamande í eftirrétt á aðfangadag. „Ég man ekki eftir því að hafa borðað annan eftirrétt á jólunum og á það sama við um langflesta Dani. Þeir halda fast í sínar jólahefðir og eru lítið að breyta út af vananum.“ Thomas segir siðinn í Danmörku eiga rætur að rekja til loka 19. aldar en þá fór aðgangur almennings að hrísgrjónum að verða meiri. Fyrir þann tíma voru hrísgrjón hrein munaðarvara. Eftir síðari heimsstyrjöldina sló grauturinn endanlega í gegn en með því að blanda auðfengnum þeyttum rjóma í grautinn mátti spara grjón auk þess sem hann entist lengur. Flestir Danir elda stóran skammt af grjónagraut á Þorláksmessu og borða hluta hans í kvöldmat. Afgangurinn er svo settur í kæli. Þeyttum rjóma og möndlum er svo bætt saman við á aðfangadag og grauturinn svo látinn standa í kæli þar til rétt áður en hann er borinn fram. Thomas segir flestar risalamande-uppskriftir nokkuð keimlíkar en þó eru hlutföll grjóna og vökva aðeins misjöfn. Sjálfur sýður hann grjónin eingöngu upp úr nýmjólk. „Sumir byrja á örlitlu vatni en með því að nota eingöngu mjólk verður grauturinn skjannahvítur. Nýmjólkin gerir hann jafnframt hæfilega feitan.“ Að sögn Thomasar er í flestum uppskriftum aðeins gert ráð fyrir 50 grömmum af möndlum. „Í mínum huga er þetta hins vegar möndlugrautur og ég nota yfirleitt hátt í 200 grömm. Ég nota heilar möndlur sem ég saxa gróft. Ég geymi svo eina heila sem er sett út í rétt í lokin. Sá sem hana fær hlýtur möndlugjöfina sem er yfirleitt einhvers konar súkkulaði eða marsípan,“ útskýrir Thomas. Hann segir flesta Dani bera grautinn fram með kirsuberjasósu. „Ég kaupi sósu frá Den gamle fabrik og velgi hana upp rétt áður en grauturinn er borinn fram.“Thomas notar eingöngu nýmjólk í grautinn. Hann sýður vanillustöngina með og notar mun meira af möndlum en venja er.Risalamande 125 g grautargrjón 50 g sykur 1 vanillustöng 1,2 l mjólk 500 ml þeyttur rjómi 200 g möndlur, saxaðar gróft Setjið hrísgrjón, sykur og mjólk í pott. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið innihaldið ofan í pottinn. Látið stöngina fylgja með. Sjóðið rólega saman í 40 mínútur. Hrærið reglulega og gætið þess að grauturinn brenni ekki við. Slökkvið undir og setjið lok yfir. Látið standa og kólna. Kælið grautinn yfir nótt. Þeytið rjómann og hakkið möndlurnar. Blandið varlega saman við grautinn. Gott er að gera það í þremur skömmtum. Geymið heila möndlu fyrir möndlugjöf. Berið fram með kirsuberjasósu.
Jólamatur Mest lesið Jólasveinar ganga um gólf Jól Svona gerirðu graflax Jól 15 metra hermaður Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól Svið í jólamatinn Jól Nýr ilmur frá L´Occitane Jól Jólagleðin við völd - myndir Jól Aðventan boðar komu jólanna Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Jólamessa á netinu Jólin