Byggðaóskir en ekki byggðastefna Sigurjón M. Egilsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Niðurstaða sérfræðinga Evrópusambandsins í byggðamálum var skýr þegar staða Íslands var metin. Þeir komust að því að hér er engin byggðastefna. Þetta var fyrir þremur árum. Eitthvað hefur þokast fram á við. Búið er að breyta reglugerðum um meingallaðan byggðakvóta, ekki síst Raufarhöfn til hagsbóta. Og er það vel. En er rétt að hér sé ekki rekin byggðastefna? Þóroddur Bjarnason, félagsfræðiprófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í október 2011 að við höfum byggðaóskir, óskum þess að byggðir blómstri um land allt, en engar áætlanir, engin markmið, ekkert um hvaða leiðir við ætlum að fara, aldrei sé tekinn út ávinningurinn af því sem gert hefur verið og svo vonum við einatt að þetta blessist allt saman. Þannig er íslenska byggðastefnan í raun. Stefna sem segja má að sé ekki til. Fyrri ríkisstjórn var með vísi að byggðastefnu, sóknaráætlun landshlutanna. Núverandi ríkisstjórn henti því plaggi út í hafsauga og boðar þess í stað í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar: „Við allar breytingar á stofnanakerfi og þjónustu ríkisins verði sérstaklega horft til þess möguleika að flytja opinber störf út á land.“ Hvergi er talað um hver hagræðing á að verða af þessu. Látum það liggja milli hluta. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „…auka verðmætasköpun og fjárfestingu og fjölga störfum á landsbyggðinni meðal annars með skattalegum hvötum.“ Og eins þetta: „Ljóst er að ákveðnar byggðir eiga við meiri erfiðleika að etja en aðrar. Gera þarf úttekt á þeim svæðum og móta tillögur um hvernig mæta má aðsteðjandi vanda.“ Þetta er stefna. Ekki skýr, en stefna. Hvernig kjörbúðarstefna norðvesturnefndarinnar samrýmist þessu er annað mál og vandséð. Fálmkenndir frekjutilburðir mega ekki og geta ekki talist stefna í byggðamálum. Þótt fólk sé ósammála aðferðinni sem beitt er í Fiskistofumálinu eða innkaupalista Skagfirðinga í norðvesturnefndinni, segir það ekkert um hug fólks til markvissrar og uppbyggjandi byggðastefnu. Hennar er þörf. Reyndar er merkilegt að fólk skuli tilbúið að beita sér af öllu afli til varnar nýjustu tíðindum af kaupstaðarferð þeirra framsóknarmanna. Kröfur þeirra og illskiljanleg ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra um Fiskistofu er ekki byggðaáætlun. Hér að ofan var vitnað í sáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Þar stendur hvergi að nefndir héðan og þaðan eigi að fara til Reykjavíkur og taka til sín það sem hugurinn girnist. Sigurður Ingi ráðherra sagði nýverið að við ætluðum öll að byggja allt Ísland. Gott og vel, gerum það, en um leið skulum við gera þá kröfu til ráðafólks að það myndi stefnu í byggðamálum og leggi af byggðaóskir. Skyndireddingar eru einskis virði. Byggðarlög hafa farið í eyði og svo mun gerast áfram. Hér er engin stefna um það frekar en margt annað. Þóroddur Bjarnason prófessor var nefndur á nafn hér að ofan. Hann og hans sjónarmið skipta máli og það er manna eins og hans að móta stefnuna. Ekki stjórnmálamannanna. Almennt er þeirra sjóndeildarhringur of þröngur. Eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun
Niðurstaða sérfræðinga Evrópusambandsins í byggðamálum var skýr þegar staða Íslands var metin. Þeir komust að því að hér er engin byggðastefna. Þetta var fyrir þremur árum. Eitthvað hefur þokast fram á við. Búið er að breyta reglugerðum um meingallaðan byggðakvóta, ekki síst Raufarhöfn til hagsbóta. Og er það vel. En er rétt að hér sé ekki rekin byggðastefna? Þóroddur Bjarnason, félagsfræðiprófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í október 2011 að við höfum byggðaóskir, óskum þess að byggðir blómstri um land allt, en engar áætlanir, engin markmið, ekkert um hvaða leiðir við ætlum að fara, aldrei sé tekinn út ávinningurinn af því sem gert hefur verið og svo vonum við einatt að þetta blessist allt saman. Þannig er íslenska byggðastefnan í raun. Stefna sem segja má að sé ekki til. Fyrri ríkisstjórn var með vísi að byggðastefnu, sóknaráætlun landshlutanna. Núverandi ríkisstjórn henti því plaggi út í hafsauga og boðar þess í stað í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar: „Við allar breytingar á stofnanakerfi og þjónustu ríkisins verði sérstaklega horft til þess möguleika að flytja opinber störf út á land.“ Hvergi er talað um hver hagræðing á að verða af þessu. Látum það liggja milli hluta. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „…auka verðmætasköpun og fjárfestingu og fjölga störfum á landsbyggðinni meðal annars með skattalegum hvötum.“ Og eins þetta: „Ljóst er að ákveðnar byggðir eiga við meiri erfiðleika að etja en aðrar. Gera þarf úttekt á þeim svæðum og móta tillögur um hvernig mæta má aðsteðjandi vanda.“ Þetta er stefna. Ekki skýr, en stefna. Hvernig kjörbúðarstefna norðvesturnefndarinnar samrýmist þessu er annað mál og vandséð. Fálmkenndir frekjutilburðir mega ekki og geta ekki talist stefna í byggðamálum. Þótt fólk sé ósammála aðferðinni sem beitt er í Fiskistofumálinu eða innkaupalista Skagfirðinga í norðvesturnefndinni, segir það ekkert um hug fólks til markvissrar og uppbyggjandi byggðastefnu. Hennar er þörf. Reyndar er merkilegt að fólk skuli tilbúið að beita sér af öllu afli til varnar nýjustu tíðindum af kaupstaðarferð þeirra framsóknarmanna. Kröfur þeirra og illskiljanleg ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra um Fiskistofu er ekki byggðaáætlun. Hér að ofan var vitnað í sáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Þar stendur hvergi að nefndir héðan og þaðan eigi að fara til Reykjavíkur og taka til sín það sem hugurinn girnist. Sigurður Ingi ráðherra sagði nýverið að við ætluðum öll að byggja allt Ísland. Gott og vel, gerum það, en um leið skulum við gera þá kröfu til ráðafólks að það myndi stefnu í byggðamálum og leggi af byggðaóskir. Skyndireddingar eru einskis virði. Byggðarlög hafa farið í eyði og svo mun gerast áfram. Hér er engin stefna um það frekar en margt annað. Þóroddur Bjarnason prófessor var nefndur á nafn hér að ofan. Hann og hans sjónarmið skipta máli og það er manna eins og hans að móta stefnuna. Ekki stjórnmálamannanna. Almennt er þeirra sjóndeildarhringur of þröngur. Eins og dæmin sanna.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun