Ethan Hawke og Patricia Arquette sem bæði leika í myndinni voru í góðum gír á hátíðinni. Hawke las upp úr gagnrýni blaðsins New York Times um frammistöðu sína, sem blaðamanni þótti ekki sérlega góð, og Arquette mætti upp á svið með drykk í hendi þegar hún tók á móti verðlaunum sem besta leikkonan í aukahlutverki. „Ég mætti með viskí með mér vegna þess að ég er leikari af fjórðu kynslóð,“ sagði hún.

Boyhood hefur unnið til fjölda verðlauna að undanförnu og er talin líkleg til að fá tilnefningu til Óskarverðlaunanna. Hún hefur jafnframt verið tilnefnd til fimm Golden Globe-verðlauna en þau verða afhent næstkomandi sunnudagskvöld. Aðalleikarinn Ellar Coltrane var sex ára þegar leikstjórinn Linklater réði hann í hlutverkið en átján ára þegar myndin kláraðist.
