Tesla Model S P85D gegn Ferrari 458 Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 15:50 Ávallt er forvitnilegt að sjá rafmagnsbíla keppa við ofursportbíla og flestir myndu halda að þar ættu rafmagnsbílar lítinn séns. Hér sést nýjasta gerð Tesla Model S, sem er með stærri rafhlöður en upphaflega gerð Model S, taka sprettinn á móti Ferrari 458 Italia. Þessi nýja gerð Tesla Model, S P85D, er 691 hestafl og með 864 pund-feta togkraft. Ferrari 458 Italia er 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna og er auk þess með talsvert minna tog. Það sýnir sig vel í upptakinu en þar stingur Teslan Ferrari bílinn af, en þar sem spyrnan er kvartmíla þá nær Ferrari bíllinn Teslunni alveg við lok kvartmílunnar, enda er hámarkshraði Ferrari bílsins nokkru meiri en Teslunnar. Sjá má sprettinn milli þessara öflugu ökutækja í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent
Ávallt er forvitnilegt að sjá rafmagnsbíla keppa við ofursportbíla og flestir myndu halda að þar ættu rafmagnsbílar lítinn séns. Hér sést nýjasta gerð Tesla Model S, sem er með stærri rafhlöður en upphaflega gerð Model S, taka sprettinn á móti Ferrari 458 Italia. Þessi nýja gerð Tesla Model, S P85D, er 691 hestafl og með 864 pund-feta togkraft. Ferrari 458 Italia er 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna og er auk þess með talsvert minna tog. Það sýnir sig vel í upptakinu en þar stingur Teslan Ferrari bílinn af, en þar sem spyrnan er kvartmíla þá nær Ferrari bíllinn Teslunni alveg við lok kvartmílunnar, enda er hámarkshraði Ferrari bílsins nokkru meiri en Teslunnar. Sjá má sprettinn milli þessara öflugu ökutækja í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent