Landhelgisgæslan aðstoðaði síðustu nótt ítölsku strandgæsluna við að bjarga flutningaskipinu Ezadeen sem var á reki í átt að ítölsku miðjarðarhafsströndinni. Um 450 flóttamenn voru um borð í skipinu og þar af minnst 60 börn. Áhöfnin hafði flúið frá borði og var skipið því stjórnlaust.
Týr kom að skipinu um klukkan átta í gærkvöldi út af Taranto flóa á suður Ítalíu. Ezadeen siglir undir síerraleónskum fána.
Fyrr í dag greindi Vísir frá því að nokkrir sjóliðar úr áhöfn Týs hafi verið fluttir yfir í skipið til að taka þar við stjórn og hóf varðskipið svo að draga það í átt til lands um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma. Ferðin til Ítalíu tók drjúga stund vegna slæms veðurs.
In ingresso nel porto di Corigliano il mercantile EZADEEN
— Guardia Costiera (@guardiacostiera) January 2, 2015