Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2015 18:38 Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. Vísir/Pjetur Reykjavíkurborg hefur bannað Kiwanishreyfingunni að gefa börnum reiðhjólahjálma merktum Eimskipafélaginu. Merking hjálmanna stangast á við reglur borgarinnar sem kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á gjöfunum merkingar. Fyrrverandi stjórnarmaður í hjálmanefnd Kiwanis á Íslandi furðar sig á málinu. „Okkur var bannað að koma í skólana og afhenda þetta á skólatíma. Í einhverjum tilvikum var tekið við kössunum af skólastjórnendum og hjálmarnir teknir úr kössunum og afhendir börnunum en kössunum og öðru sem í þeim var tekið og hent, af því að það var merkt Eimskipum,“ segir Ólafur Jónsson, sem setið hefur í hjálmanefnd síðustu ár.Sjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Eimskip hefur gefið árlega um fjögur þúsund hjálma í verkefni Kiwanis sem eru svo gefnir öllum grunnskólabörnum í fyrsta bekk. Það er enn gert utan höfuðborgarsvæðisins.Eimskip hefur gefið hjálma til verkefnisins síðan árið 2003 en verkefnið sjálft hófst á Akureyri fyrir 25 árum síðan. Auk hjálmanna hefur börnunum verið gefið buff og bolti, sem einnig eru merktir Eimskipum. Ólafur segist ekki skilja bannið. „Maður skilur ekki sjónarmiðið á bakvið þetta,“ segir hann og bætir við að mikilvægt sé að geta gefið börnunum hjálmana áður en þau fara út í umferðina á vorin. „Við förum fram með þetta sem öryggismál.“ Tengdar fréttir Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur bannað Kiwanishreyfingunni að gefa börnum reiðhjólahjálma merktum Eimskipafélaginu. Merking hjálmanna stangast á við reglur borgarinnar sem kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á gjöfunum merkingar. Fyrrverandi stjórnarmaður í hjálmanefnd Kiwanis á Íslandi furðar sig á málinu. „Okkur var bannað að koma í skólana og afhenda þetta á skólatíma. Í einhverjum tilvikum var tekið við kössunum af skólastjórnendum og hjálmarnir teknir úr kössunum og afhendir börnunum en kössunum og öðru sem í þeim var tekið og hent, af því að það var merkt Eimskipum,“ segir Ólafur Jónsson, sem setið hefur í hjálmanefnd síðustu ár.Sjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Eimskip hefur gefið árlega um fjögur þúsund hjálma í verkefni Kiwanis sem eru svo gefnir öllum grunnskólabörnum í fyrsta bekk. Það er enn gert utan höfuðborgarsvæðisins.Eimskip hefur gefið hjálma til verkefnisins síðan árið 2003 en verkefnið sjálft hófst á Akureyri fyrir 25 árum síðan. Auk hjálmanna hefur börnunum verið gefið buff og bolti, sem einnig eru merktir Eimskipum. Ólafur segist ekki skilja bannið. „Maður skilur ekki sjónarmiðið á bakvið þetta,“ segir hann og bætir við að mikilvægt sé að geta gefið börnunum hjálmana áður en þau fara út í umferðina á vorin. „Við förum fram með þetta sem öryggismál.“
Tengdar fréttir Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15