Subaru selur 57% bíla sinna í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 11:50 Subaru XV á Íslandi. Einn þeirra bílaframleiðenda sem átti hvað mestri velgengni að fagna á síðasta ári var Subaru. Ekki hvað síst er það að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum en sala Subaru bíla þar jókst um 21% í fyrra. Er svo komið að 57 af hverjum 100 bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og fer sú tala sífellt hækkandi. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum en 513.693 í fyrra. Er það vöxtur uppá 53% á aðeins 2 árum. Subaru áætlar að selja 540.000 bíla í Bandaríkjunu í ár, en 940.000 um allan heim. Það þýðir að 57% selst þar vestra og ef áætluð 45.000 bíla sala í Kanada er bætt við mun 62% af framleiðslu Subaru seljast í N-Ameríku. Subaru áætlar að aðeins 156.000 bílar seljist í heimalandinu Japan í ár og að sala muni minnka um 8% þar í ár. Subaru framleiðir mikið af þeim bílum sem þeir selja vestanhafs í Bandaríkjunum og hafa verksmiðjur Subaru þar ekki við að framleiða nóg og verður verksmiðja Subaru í Indiana breytt svo framleiða megi 18.000 fleiri Legacy og Outback bíla þar á ári. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent
Einn þeirra bílaframleiðenda sem átti hvað mestri velgengni að fagna á síðasta ári var Subaru. Ekki hvað síst er það að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum en sala Subaru bíla þar jókst um 21% í fyrra. Er svo komið að 57 af hverjum 100 bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og fer sú tala sífellt hækkandi. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum en 513.693 í fyrra. Er það vöxtur uppá 53% á aðeins 2 árum. Subaru áætlar að selja 540.000 bíla í Bandaríkjunu í ár, en 940.000 um allan heim. Það þýðir að 57% selst þar vestra og ef áætluð 45.000 bíla sala í Kanada er bætt við mun 62% af framleiðslu Subaru seljast í N-Ameríku. Subaru áætlar að aðeins 156.000 bílar seljist í heimalandinu Japan í ár og að sala muni minnka um 8% þar í ár. Subaru framleiðir mikið af þeim bílum sem þeir selja vestanhafs í Bandaríkjunum og hafa verksmiðjur Subaru þar ekki við að framleiða nóg og verður verksmiðja Subaru í Indiana breytt svo framleiða megi 18.000 fleiri Legacy og Outback bíla þar á ári.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent