Hætta gæti aukist á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2015 20:15 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur hættu aukast á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu eftir því sem dragi úr yfirstandandi gosi í Holuhrauni. Þá telur hann enn hættu á því að ný eldsprunga opnist undir Dyngjujökli með flóðbylgju niður í Jökulsá á Fjöllum. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun könnuðu eldstöðina um síðustu helgi og tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður þá þær myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Eldár flæddu til norðvesturs og austurs frá gígnum um helgina. Fjær er sporður Dyngjujökuls.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Allt frá því jarðeldurinn kom fyrst upp í lok ágústsmánaðar hefur gosið haldið sig á þessum sama stað, í hinu gamla Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðallega vegna hættu á að gossprunga gæti opnast undir jökli og valdið miklu hlaupi. Þær spár hafa ekki ræst til þessa en Ármann Höskuldsson telur hættuna enn vera til staðar. „Það þarf voðalega lítið til þess að það verði einhver höft í þessari hraunrás, sem er að leiða kvikuna upp á yfirborð, og ef það gerist er allt eins víst að kvikan brjóti sér leið undir jöklinum,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Einar Þorsteinsson.Þótt eldgosið teljist enn mjög öflugt hefur talsvert dregið úr þrótti þess og kvikumagnið sem upp kemur á hverri sekúndu er núna um fimmtungur af því sem mest var í haust. Kvikan er talin koma úr Bárðarbungu og ein stærsta spurningin hefur verið sú hvort gos kæmi þar upp. Ármann segir vísbendingar um að Bárðarbunga hafi verið að safna í sig kviku allt frá árinu 1974, að minnsta kosti. Varmaforðinn undir Bárðarbungu sé þar ennþá til staðar. „Það er eins víst að þegar dregur úr þessu gosi, kannski fyrstu vikurnar eftir að þetta gos fer virkilega að minnka, eða jafnvel hætti, þá bara eykst áhættan á því að Bárðarbunga fari af stað.“Ólgandi hrauneðjan flæðir út úr gígnum á laugardag. Magn kvikunnar er áætlað meira en meðalrennsli Blöndu.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Ármann segir óskandi að slíkt gos yrði lítið, í líkingu við Gjálpargosið eða síðasta Grímsvatnagos. „En við getum líka alveg átt von á því að fá bara mjög stórt gos upp úr Bárðarbungu. Það er mikil kvika búin að vera á ferðinni og svona kvika er nógu heit til þess að geta brætt umhverfi sitt og búið til meiri sprengivirkari kviku, sem er bara ekki alveg nógu jákvætt.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur hættu aukast á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu eftir því sem dragi úr yfirstandandi gosi í Holuhrauni. Þá telur hann enn hættu á því að ný eldsprunga opnist undir Dyngjujökli með flóðbylgju niður í Jökulsá á Fjöllum. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun könnuðu eldstöðina um síðustu helgi og tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður þá þær myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Eldár flæddu til norðvesturs og austurs frá gígnum um helgina. Fjær er sporður Dyngjujökuls.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Allt frá því jarðeldurinn kom fyrst upp í lok ágústsmánaðar hefur gosið haldið sig á þessum sama stað, í hinu gamla Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðallega vegna hættu á að gossprunga gæti opnast undir jökli og valdið miklu hlaupi. Þær spár hafa ekki ræst til þessa en Ármann Höskuldsson telur hættuna enn vera til staðar. „Það þarf voðalega lítið til þess að það verði einhver höft í þessari hraunrás, sem er að leiða kvikuna upp á yfirborð, og ef það gerist er allt eins víst að kvikan brjóti sér leið undir jöklinum,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Stöð 2/Einar Þorsteinsson.Þótt eldgosið teljist enn mjög öflugt hefur talsvert dregið úr þrótti þess og kvikumagnið sem upp kemur á hverri sekúndu er núna um fimmtungur af því sem mest var í haust. Kvikan er talin koma úr Bárðarbungu og ein stærsta spurningin hefur verið sú hvort gos kæmi þar upp. Ármann segir vísbendingar um að Bárðarbunga hafi verið að safna í sig kviku allt frá árinu 1974, að minnsta kosti. Varmaforðinn undir Bárðarbungu sé þar ennþá til staðar. „Það er eins víst að þegar dregur úr þessu gosi, kannski fyrstu vikurnar eftir að þetta gos fer virkilega að minnka, eða jafnvel hætti, þá bara eykst áhættan á því að Bárðarbunga fari af stað.“Ólgandi hrauneðjan flæðir út úr gígnum á laugardag. Magn kvikunnar er áætlað meira en meðalrennsli Blöndu.Mynd/Guðbergur Davíðsson.Ármann segir óskandi að slíkt gos yrði lítið, í líkingu við Gjálpargosið eða síðasta Grímsvatnagos. „En við getum líka alveg átt von á því að fá bara mjög stórt gos upp úr Bárðarbungu. Það er mikil kvika búin að vera á ferðinni og svona kvika er nógu heit til þess að geta brætt umhverfi sitt og búið til meiri sprengivirkari kviku, sem er bara ekki alveg nógu jákvætt.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45