Volkswagen tapar 4,3 milljónum á hverjum Phaeton bíl Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 09:50 Volkswagen Phaeton. Volkswagen Phaeton er flaggskip þýska bílaframleiðandans, afar stór fólksbíll og vel smíðaður. Hann er að mestu handsmíðaður í sérstakri bílaverksmiðju í Leipzig. Því kostar Volkswagen Phaeton skildinginn, en þyrfti samt að kosta miklu meira til að réttlæta kostnaðinn við framleiðslu hans. Volkswagen tapar um 4,3 milljónum króna á hverjum framleiddum Phaeton bíl, en ætlar samt að halda áfram framleiðslu hans. Það finnst mörgum undarleg ráðstöfun, ekki síst í ljósi þess að Volkswagen bílafjölskyldan stóra framleiðir Audi A8, sem er svipaður bíll að stærð og gæðum og Bentley Continental Flying Spur tilheyrir einnig stórfjölskyldu Volkswagen. Volkswagen Phaeton er byggður á sama undirvagni og þessir tveir bílar og með því sparast reyndar eitthvað við þróun næstu kynslóðar hans, sem stendur til að komi á markað árið 2017 eða 2018. Volkswagen Phaeton seldist aðeins í 5.812 eintökum árið 2013 (tölur frá því í fyrra liggja ekki fyrir), svo óhætt er að segja að þarna fari ekki magnsölubíll. Til samanburðar seldi Mercedes Benz 104.000 bíla af S-Class gerð í fyrra, eða hátt í tuttugu sinnum meira. Er sá bíll á stærð við Phaeton. Þegar næsta kynslóð Volkswagen Phaeton kemur á markað verður hann í boði sem Plug-In-Hybrid bíll, auk hefðbundinna dísil- og bensínútfærsla. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent
Volkswagen Phaeton er flaggskip þýska bílaframleiðandans, afar stór fólksbíll og vel smíðaður. Hann er að mestu handsmíðaður í sérstakri bílaverksmiðju í Leipzig. Því kostar Volkswagen Phaeton skildinginn, en þyrfti samt að kosta miklu meira til að réttlæta kostnaðinn við framleiðslu hans. Volkswagen tapar um 4,3 milljónum króna á hverjum framleiddum Phaeton bíl, en ætlar samt að halda áfram framleiðslu hans. Það finnst mörgum undarleg ráðstöfun, ekki síst í ljósi þess að Volkswagen bílafjölskyldan stóra framleiðir Audi A8, sem er svipaður bíll að stærð og gæðum og Bentley Continental Flying Spur tilheyrir einnig stórfjölskyldu Volkswagen. Volkswagen Phaeton er byggður á sama undirvagni og þessir tveir bílar og með því sparast reyndar eitthvað við þróun næstu kynslóðar hans, sem stendur til að komi á markað árið 2017 eða 2018. Volkswagen Phaeton seldist aðeins í 5.812 eintökum árið 2013 (tölur frá því í fyrra liggja ekki fyrir), svo óhætt er að segja að þarna fari ekki magnsölubíll. Til samanburðar seldi Mercedes Benz 104.000 bíla af S-Class gerð í fyrra, eða hátt í tuttugu sinnum meira. Er sá bíll á stærð við Phaeton. Þegar næsta kynslóð Volkswagen Phaeton kemur á markað verður hann í boði sem Plug-In-Hybrid bíll, auk hefðbundinna dísil- og bensínútfærsla.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent