Tesla Model X í prófunum Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 16:00 Myndband náðist í fyrsta skipti af hinum fjórhjóladrifna jepplingi Tesla Model X, sem kemur brátt á markað. Var hann þar við prófanir í Kaliforníu en bíllinn var hulinn dúk sem fela á útlit hans. Því miður stígur enginn út úr bílnum í myndskeiðinu, en þá hefðu vængjahurðir bílsins sést betur. Svo virðist sem prufuökumaðurinn sé mest að kanna upptak bílsins, en einnig eru teknar nokkrar hraðar beygjur sem bíllinn virðist ráða afar vel við. Dregist hefur mjög að setja þennan nýja bíl Tesla á markað og frestun á útkomu hans hafa verið margar. Upphafsdagsetningin var í enda árs 2013. Tesla hefur sagt að fyrirtækið vilji frekar fullkomna bílinn og draga með því markaðssetninguna, en að eiga það á hættu að setja á markað bíl sem ekki stenst fullkomlega kröfur kaupenda, sem og þeirra sjálfra. Tesla Model X er byggður á sama undirvagni og Tesla Model S bíllinn sem selst hefur ágætlega hér á landi. Tesla Model X er fyrsti jepplingurinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent
Myndband náðist í fyrsta skipti af hinum fjórhjóladrifna jepplingi Tesla Model X, sem kemur brátt á markað. Var hann þar við prófanir í Kaliforníu en bíllinn var hulinn dúk sem fela á útlit hans. Því miður stígur enginn út úr bílnum í myndskeiðinu, en þá hefðu vængjahurðir bílsins sést betur. Svo virðist sem prufuökumaðurinn sé mest að kanna upptak bílsins, en einnig eru teknar nokkrar hraðar beygjur sem bíllinn virðist ráða afar vel við. Dregist hefur mjög að setja þennan nýja bíl Tesla á markað og frestun á útkomu hans hafa verið margar. Upphafsdagsetningin var í enda árs 2013. Tesla hefur sagt að fyrirtækið vilji frekar fullkomna bílinn og draga með því markaðssetninguna, en að eiga það á hættu að setja á markað bíl sem ekki stenst fullkomlega kröfur kaupenda, sem og þeirra sjálfra. Tesla Model X er byggður á sama undirvagni og Tesla Model S bíllinn sem selst hefur ágætlega hér á landi. Tesla Model X er fyrsti jepplingurinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent