Andri Adolphsson skoraði 3 mörk í 15 leikjum með ÍA í 1. deildinni síðasta sumar en hann á að baki 39 leiki og 2 mörk í Pepsi-deildinni.
Andri hjálpaði Skagamönnum að endurheimta sætið sitt í Pepsi-deildinni síðasta en öll þrjú mörkin hans komu í heimasigrum á móti Þrótti og Tindastól (2) í ágústmánuði.
„Þrátt fyrir ungan aldur hefur Andri spilað 97 meistaraflokksleiki og skorað í þeim sex mörk. Andri, sem er jafnfættur, getur spilað hvar sem er á miðju auk þess að spila í framlínunni," segir í frétt á heimasíðu Valsmanna.
Það er hægt að sjá viðtal við Andri Adolphsson hér fyrir neðan en það birtist upphaflega á Valssíðunni.