Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2015 19:13 Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur, jafnt í þágu almannavarna sem vísinda.Háahraun skammt frá Dagverðará er talið yngsta hraunið frá Snæfellsjökli og talið runnið úr toppgíg eldfjallsins úr gosi fyrir um 1.700 árum, að sögn Haraldar. Hann segir að í Hnappadal við Haffjarðará sé þó enn yngra hraun, Rauðhálsahraun, tengt Ljósufjallaeldstöðinni, talið úr gosi sem varð eftir landnám eða í kringum árið 900. Haraldur segir að líta verði á eldstöðvar Snæfellsness sem virkar og nú hafi fengist mikilvæg staðfesting. „Það er skjálftavirkni undir jöklinum og það eru nýjar upplýsingar,” segir Haraldur. Til þessa hafi skort nákvæmar mælingar á Snæfellsnesi þar sem jarðskjálftanet Veðurstofu nái aðeins stærstu skjálftum þar en ekki þeim minni. „En þýskir vísindamenn settu niður jarðskjálftamæla á Snæfellsjökli og í Ljósufjöllum fyrir tveimur árum. Og viti menn: Þá kemur það í ljós að það eru smáskjálftar undir báðum þessum eldstöðvum. Þær eru báðar virkar.” Haraldur segir vísbendingar um að kvikuhreyfingar orsaki þessa smáskjálfta og hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur. „Ég held að það sé mikil þörf á því, sérstaklega fyrir vísindin og einnig náttúrlega fyrir almannavarnir.” Þetta eigi ekki einungis við um Snæfellsjökul heldur ekki síður um Ljósufjöll. „Ljósufjallaeldstöðin er reyndar sú sem hefur verið virk seinna heldur en Snæfellsjökull. Það má segja að hún sé kannski virkari heldur en Snæfellsjökull.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 annaðkvöld verður nánar rætt við Harald um eldvirkni Snæfellsness.Það verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri, um Stykkishólm og Eldfjallasafnið, má sjá hér.Haraldur fjallar um eldvirkni Snæfellsness í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eldgos og jarðhræringar Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur, jafnt í þágu almannavarna sem vísinda.Háahraun skammt frá Dagverðará er talið yngsta hraunið frá Snæfellsjökli og talið runnið úr toppgíg eldfjallsins úr gosi fyrir um 1.700 árum, að sögn Haraldar. Hann segir að í Hnappadal við Haffjarðará sé þó enn yngra hraun, Rauðhálsahraun, tengt Ljósufjallaeldstöðinni, talið úr gosi sem varð eftir landnám eða í kringum árið 900. Haraldur segir að líta verði á eldstöðvar Snæfellsness sem virkar og nú hafi fengist mikilvæg staðfesting. „Það er skjálftavirkni undir jöklinum og það eru nýjar upplýsingar,” segir Haraldur. Til þessa hafi skort nákvæmar mælingar á Snæfellsnesi þar sem jarðskjálftanet Veðurstofu nái aðeins stærstu skjálftum þar en ekki þeim minni. „En þýskir vísindamenn settu niður jarðskjálftamæla á Snæfellsjökli og í Ljósufjöllum fyrir tveimur árum. Og viti menn: Þá kemur það í ljós að það eru smáskjálftar undir báðum þessum eldstöðvum. Þær eru báðar virkar.” Haraldur segir vísbendingar um að kvikuhreyfingar orsaki þessa smáskjálfta og hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur. „Ég held að það sé mikil þörf á því, sérstaklega fyrir vísindin og einnig náttúrlega fyrir almannavarnir.” Þetta eigi ekki einungis við um Snæfellsjökul heldur ekki síður um Ljósufjöll. „Ljósufjallaeldstöðin er reyndar sú sem hefur verið virk seinna heldur en Snæfellsjökull. Það má segja að hún sé kannski virkari heldur en Snæfellsjökull.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 annaðkvöld verður nánar rætt við Harald um eldvirkni Snæfellsness.Það verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri, um Stykkishólm og Eldfjallasafnið, má sjá hér.Haraldur fjallar um eldvirkni Snæfellsness í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Eldgos og jarðhræringar Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45