Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, og íslensk kona sem nafngreind var í minnisblaði innanríkisráðuneytisins í tengslum við Lekamálið svokallaða hafa náð sáttum um að Gísli Freyr greiði konunni bætur. Ólafur Garðarson, lögmaður Gísla Freys, staðfestir þetta í samtali við Vísi.
Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Gísli Freyr hafði áður leitað sátta um bótakröfur Tony Omos og tveggja kvenna í Lekamálinu. Sátt hefur því náðst í einu málinu.
Hælisleitandinn Tony Omos krefst fimm milljóna króna í bætur, Evelyn Glory Joseph 4,5 milljón króna en íslenska konan fór fram á 2,5 milljóna króna. Ólafur segir þó að bæturnar sem samið var um í tilviki íslensku konunnar ekki vera nálægt þeirri upphæð, „enda kröfurnar ekki í nokkru samræmi við dómaframkvæmd á Íslandi.“
Réttarhöld í máli Tony Omos og Evelyn Glory Joseph fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem dómari lagði að mönnum að sætta þetta mál. Voru teknir frestir í báðum málum og eru réttarhöld í öðru málinu næst 25. febrúar og hinu 11. mars. Segir Ólafur að framundan séu því fundir til að reyna frekari sættir.
Gísli Freyr greiðir íslenskri konu bætur

Tengdar fréttir

Tíðinda að vænta vegna skoðunar á samskiptum Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys
Persónuvernd vildi ekki upplýsa hvort þau hefðu afhent umbeðin gögn

Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum
Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra.