Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Orri Freyr Rúnarsson skrifar 3. febrúar 2015 13:51 Noel Gallagher á tónleikum Eins og margir eru með á hreinu er von á nýrri sóló plötu frá Noel Gallagher í næsta mánuði og stendur hann í ströngu þessa daganna að koma sér í fréttir til að kynna fyrirhugaða útgáfu. Nýlega drullaði hann yfir Ed Sheeran og James Blunt og í viðtali við Evening Standard blaðið sagðist hann frekar vilja drekka bensín beint af stút heldur en að hlusta á Alex Turner, söngvara Arctic Monkeys, tala. Í viðtalinu hélt Noel Gallagher því fram að það væru engar alvöru persónur eftir í tónlistariðnaðinum og vildi hann kenna plötufyrirtækjunum um, nú væru fá lítil fyrirtæki að gefa út tónlist því stóru útgáfurisarnir væru búnir að kaupa öll litlu fyrirtækin.Reading og Leeds hátíðirnar tilkynntu í gær fleiri hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðunum í ár og ber þar helst að nefna að hljómsveitin Mumford and Sons mun vera eitt aðalnafn hátíðinna í sumar. Verða þetta fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar síðan árið 2013 í Bretlandi. Aðrar hljómsveitir sem bættust í listann í gær voru Royal Blood, Bastille, Deadmau5 og fleiri. En þegar var búið að tilkynna að Metallica verður einnig á Reading og Leeds hátíðunum í sumar. Enn á eftir að tilkynna þriðju stóru hljómsveitina og verður það trúlega gert í næsta mánuði.Nútíminn greindi í gær frá því að söngvarinn Morrissey hefði hætt við fyrirhugaða tónleika sína á Íslandi vegna þess að ekki var hægt að tryggja að ekkert kjöt yrði á borðstólnum á veitingastöðum í Hörpu. En þetta kom fram á aðdáendasíðu söngvarans. Morrissey sagðist elska Ísland og væri búinn að bíða lengi eftir að geta komið aftur til landsins en gestir Hörpu gætu átt sig með sinn holdsétandi blóðlosta. Ekki er þó alveg útséð að yfirlýsingin komi í veg fyrir Morrissey tónleika á Íslandi því að sögn Halldórs Kvaran er verið að athuga hvort að aðrir tónleikastaðir komi til greina. Fréttin hefur þó farið víða og er ein sú mest lesna á NME og hafa hundruðir manna tjáð sig um fréttina á Facebook síðu þessa vinsæla tónlistartímarits. Harmageddon Mest lesið 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Harmageddon Sannleikurinn: "Helvítis fasistar,“ æpti Ögmundur þegar hann var handtekinn við Kerið Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon
Eins og margir eru með á hreinu er von á nýrri sóló plötu frá Noel Gallagher í næsta mánuði og stendur hann í ströngu þessa daganna að koma sér í fréttir til að kynna fyrirhugaða útgáfu. Nýlega drullaði hann yfir Ed Sheeran og James Blunt og í viðtali við Evening Standard blaðið sagðist hann frekar vilja drekka bensín beint af stút heldur en að hlusta á Alex Turner, söngvara Arctic Monkeys, tala. Í viðtalinu hélt Noel Gallagher því fram að það væru engar alvöru persónur eftir í tónlistariðnaðinum og vildi hann kenna plötufyrirtækjunum um, nú væru fá lítil fyrirtæki að gefa út tónlist því stóru útgáfurisarnir væru búnir að kaupa öll litlu fyrirtækin.Reading og Leeds hátíðirnar tilkynntu í gær fleiri hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðunum í ár og ber þar helst að nefna að hljómsveitin Mumford and Sons mun vera eitt aðalnafn hátíðinna í sumar. Verða þetta fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar síðan árið 2013 í Bretlandi. Aðrar hljómsveitir sem bættust í listann í gær voru Royal Blood, Bastille, Deadmau5 og fleiri. En þegar var búið að tilkynna að Metallica verður einnig á Reading og Leeds hátíðunum í sumar. Enn á eftir að tilkynna þriðju stóru hljómsveitina og verður það trúlega gert í næsta mánuði.Nútíminn greindi í gær frá því að söngvarinn Morrissey hefði hætt við fyrirhugaða tónleika sína á Íslandi vegna þess að ekki var hægt að tryggja að ekkert kjöt yrði á borðstólnum á veitingastöðum í Hörpu. En þetta kom fram á aðdáendasíðu söngvarans. Morrissey sagðist elska Ísland og væri búinn að bíða lengi eftir að geta komið aftur til landsins en gestir Hörpu gætu átt sig með sinn holdsétandi blóðlosta. Ekki er þó alveg útséð að yfirlýsingin komi í veg fyrir Morrissey tónleika á Íslandi því að sögn Halldórs Kvaran er verið að athuga hvort að aðrir tónleikastaðir komi til greina. Fréttin hefur þó farið víða og er ein sú mest lesna á NME og hafa hundruðir manna tjáð sig um fréttina á Facebook síðu þessa vinsæla tónlistartímarits.
Harmageddon Mest lesið 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Samkynhneigðum óhætt á vetrarólympíuleikunum á meðan þeir láta börn vera Harmageddon Sannleikurinn: "Helvítis fasistar,“ æpti Ögmundur þegar hann var handtekinn við Kerið Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon