Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. febrúar 2015 13:44 Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra. Börkur Hrólfsson tók þessa mynd í versluninni við Geysi í gær. Mynd/Börkur Hrólfsson Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða, að sögn Péturs Óskarssonar framkvæmdastjóra Viator sumarhúsamiðlunar. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Vísir greindi frá þessu í gær. Ekkert lát virðist á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands og gæti vöxturinn á þessu ári numið á þriðja tug prósenta. Spurt er hvort ferðaþjónustan sé í stakk búin að taka við þessum fjölda? „Eins og staðan er í dag, nei, í raun og veru ekki,“ segir Pétur. „Helstu náttúruperlur okkar og svæði þar í kring eru komin að þolmörkum og það verður að setja peninga í það að laga aðstæður; bæði til að vernda og bæta aðgengi.“ Góðu fréttirnar eru þær að ferðamannafjöldinn er að dreifast betur yfir árið. „Það er mjög gott því við höfum burði til að taka á móti þessum vaxandi ferðamannafjölda yfir veturtímann.“Verður að setja meira fé í innviðina Á mynd sem leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson tók í gær má sjá troðfullt hús ferðamanna við Geysi (sjá efst í frétt). Börkur hefur verið í bransanum í þrjátíu ár og fullyrðir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð jafnmarga ferðamenn á þessum tíma árs hér á landi. Kollegar hans í stéttinni deili þeirri skoðun. Börkur var staddur í Bláa lóninu um eittleytið í dag þegar Vísir náði að honum tali. Hann sagði fjöldann hreint ótrúlegan og taldi tólf rútur á bílastæðinu og langa röð fólks á leið í og úr lóninu. „Maður skilur þetta ekki og bara hræðist þetta hálfpartið. Hvernig verður sumarið ef þetta verður svona núna?“ spyr Börkur.Börkur HrólfssonHann bætir við að nær ómögulegt verði að fá gistingu í sumar enda sé nú þegar fullbókað víða. Nefnir hann svæðið frá Vík austur á Höfn, umhverfis Mývatn og í raun á öllu Suðurlandinu. Börkur segir álagið í augnablikinu svo mikið að hann verði í raun að slökkva símanum ætli hann að fá frídag. „I'm fully booked these days“ sé hans staðlaða svar. Leiðsögumenn geti í raun valið á milli verkefna eins og sakir standa. „Já. Það eru einfaldlega álagstímar. Þetta eru ekki margir klukkutímar á sólarhring sem er svona álag. Þetta er vegna þess að rútur eru að fara á sama tíma að morgni og þess vegna er ákveðinn þrýstingur á þessu svæði um hádegisbil. Og, þar getum við auðvitað gert betur varðandi skipulagningu. En, það er mjög mikilvægt, ef við ætlum að halda því að varan sem við erum að selja sé góð, að setja peninga í inniviðina. Og það ætti að vera auðvelt, eins og staðan er í dag þá miðað við tekjur ríkisins af ferðaþjónustunni,“ segir Pétur. Og miðað við spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár.Pétur Óskarsson.Verður að hugsa markaðssetninguna betur En, hvað um praktísk atriði eins og rútur, vegasjoppur og gistingu, og þar fram eftir götunum? „Já, það er nóg af slíku. Við höfum nóg af tækjum og tólum til að sinna þessu. Ég held að það sé ekki vandamál. Það sem við getum gert betur er að einbeita okkur að markaðssetningu Íslands á svæðum þaðan sem koma ferðamenn sem ferðast meira um landið. Það er mikill þrýstingur hér á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. En, við vitum það að Mið-Evrópubúar: Svisslendingar, Austurríkismenn, Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir... það eru ferðamenn sem fara fyrst og fremst út á land þegar þeir koma til Íslands. Við þurfum að hugsa markaðssetninguna okkar betur út frá því hvernig ferðamönnum við getum tekið á móti. Níu mánuði ársins getum við tekið á móti þeim úti á landi. Þar eru innviðir,“ segir Pétur Óskarsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða, að sögn Péturs Óskarssonar framkvæmdastjóra Viator sumarhúsamiðlunar. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Vísir greindi frá þessu í gær. Ekkert lát virðist á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands og gæti vöxturinn á þessu ári numið á þriðja tug prósenta. Spurt er hvort ferðaþjónustan sé í stakk búin að taka við þessum fjölda? „Eins og staðan er í dag, nei, í raun og veru ekki,“ segir Pétur. „Helstu náttúruperlur okkar og svæði þar í kring eru komin að þolmörkum og það verður að setja peninga í það að laga aðstæður; bæði til að vernda og bæta aðgengi.“ Góðu fréttirnar eru þær að ferðamannafjöldinn er að dreifast betur yfir árið. „Það er mjög gott því við höfum burði til að taka á móti þessum vaxandi ferðamannafjölda yfir veturtímann.“Verður að setja meira fé í innviðina Á mynd sem leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson tók í gær má sjá troðfullt hús ferðamanna við Geysi (sjá efst í frétt). Börkur hefur verið í bransanum í þrjátíu ár og fullyrðir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð jafnmarga ferðamenn á þessum tíma árs hér á landi. Kollegar hans í stéttinni deili þeirri skoðun. Börkur var staddur í Bláa lóninu um eittleytið í dag þegar Vísir náði að honum tali. Hann sagði fjöldann hreint ótrúlegan og taldi tólf rútur á bílastæðinu og langa röð fólks á leið í og úr lóninu. „Maður skilur þetta ekki og bara hræðist þetta hálfpartið. Hvernig verður sumarið ef þetta verður svona núna?“ spyr Börkur.Börkur HrólfssonHann bætir við að nær ómögulegt verði að fá gistingu í sumar enda sé nú þegar fullbókað víða. Nefnir hann svæðið frá Vík austur á Höfn, umhverfis Mývatn og í raun á öllu Suðurlandinu. Börkur segir álagið í augnablikinu svo mikið að hann verði í raun að slökkva símanum ætli hann að fá frídag. „I'm fully booked these days“ sé hans staðlaða svar. Leiðsögumenn geti í raun valið á milli verkefna eins og sakir standa. „Já. Það eru einfaldlega álagstímar. Þetta eru ekki margir klukkutímar á sólarhring sem er svona álag. Þetta er vegna þess að rútur eru að fara á sama tíma að morgni og þess vegna er ákveðinn þrýstingur á þessu svæði um hádegisbil. Og, þar getum við auðvitað gert betur varðandi skipulagningu. En, það er mjög mikilvægt, ef við ætlum að halda því að varan sem við erum að selja sé góð, að setja peninga í inniviðina. Og það ætti að vera auðvelt, eins og staðan er í dag þá miðað við tekjur ríkisins af ferðaþjónustunni,“ segir Pétur. Og miðað við spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár.Pétur Óskarsson.Verður að hugsa markaðssetninguna betur En, hvað um praktísk atriði eins og rútur, vegasjoppur og gistingu, og þar fram eftir götunum? „Já, það er nóg af slíku. Við höfum nóg af tækjum og tólum til að sinna þessu. Ég held að það sé ekki vandamál. Það sem við getum gert betur er að einbeita okkur að markaðssetningu Íslands á svæðum þaðan sem koma ferðamenn sem ferðast meira um landið. Það er mikill þrýstingur hér á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. En, við vitum það að Mið-Evrópubúar: Svisslendingar, Austurríkismenn, Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir... það eru ferðamenn sem fara fyrst og fremst út á land þegar þeir koma til Íslands. Við þurfum að hugsa markaðssetninguna okkar betur út frá því hvernig ferðamönnum við getum tekið á móti. Níu mánuði ársins getum við tekið á móti þeim úti á landi. Þar eru innviðir,“ segir Pétur Óskarsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28
Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58