Framtíðarútlit Audi bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 10:22 Audi Prologue Avant. Audi hefur sent frá sér myndir af bíl sem sýndur verður á komandi bílasýningu í Genf. Hann markar framtíðarútlit bíla frá Audi. Bíllinn sem sést hér á mynd ber vinnuheitið Audi Prologue Avant, en Audi hefur áður sýnt tilraunabíl sem borið hefur heitið Prologue, en nú er það útfært enn frekar á langbak. Audi hefur ekki sagt hvað er undir húddinu á þessum nýja bíl, en ef það er sama vélin og í fyrri Prologue bíl er það ekki til að svekkja unnendur öflugra bíla. Í honum var 4,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og rafmótorum sem skilar 677 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á litlum 3,5 sekúndum. Það er þó ekki vélbúnaður bílsins sem er aðalfréttin með þessum nýja Audi Prologue Avant, heldur ytra útlit hans, sem gefur tóninn fyrir hönnum framtíðarbíla Audi. Ólíkt fyrri Prologue tilraunabíl Audi er þessi Avant bíll með 4 hurðum, en fyrri Prologue bíll var aðeins með 2 hurðum. Mesta útlitsbreytingin frá fyrri Prologue bíl er á framenda bílsins og er hægt að segja að vel hafi tekist til með hönnun hans. Sá nýi stendur á 22 tommu felgum og er ansi lágur frá vegi. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent
Audi hefur sent frá sér myndir af bíl sem sýndur verður á komandi bílasýningu í Genf. Hann markar framtíðarútlit bíla frá Audi. Bíllinn sem sést hér á mynd ber vinnuheitið Audi Prologue Avant, en Audi hefur áður sýnt tilraunabíl sem borið hefur heitið Prologue, en nú er það útfært enn frekar á langbak. Audi hefur ekki sagt hvað er undir húddinu á þessum nýja bíl, en ef það er sama vélin og í fyrri Prologue bíl er það ekki til að svekkja unnendur öflugra bíla. Í honum var 4,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og rafmótorum sem skilar 677 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á litlum 3,5 sekúndum. Það er þó ekki vélbúnaður bílsins sem er aðalfréttin með þessum nýja Audi Prologue Avant, heldur ytra útlit hans, sem gefur tóninn fyrir hönnum framtíðarbíla Audi. Ólíkt fyrri Prologue tilraunabíl Audi er þessi Avant bíll með 4 hurðum, en fyrri Prologue bíll var aðeins með 2 hurðum. Mesta útlitsbreytingin frá fyrri Prologue bíl er á framenda bílsins og er hægt að segja að vel hafi tekist til með hönnun hans. Sá nýi stendur á 22 tommu felgum og er ansi lágur frá vegi.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent