Ný Kia Optima í Genf Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 11:38 Framhlutinn af nýjum Kia Optima. Kia hefur birt myndir af nýjum Optima bíl sínum sem fyrirtækið mun kynna á bílasýningunni í Genf sem hefst á fyrstu dögum næsta mánaðar. Kia Optima er ekki einn af magnsölubílum kóreska framleiðandans og hefur í raun átt frekar bágt með að vinna hylli Evrópubúa, þrátt fyrir að vera einstaklega fagur bíll. Kia seldi aðeins 3.406 Optima bíla í Evrópu á síðasta ári og jókst sala hans aðeins um 1% á milli ára. Í þessum D-stærðarflokki bíla er það Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Opel Insignia sem eiga sviðið og seljast í gríðarmiklu magni í álfunni. Nýr Kia Optima er teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi og með nýjum bíl hyggur Kia vafalaust á landvinninga í Evrópu. Annars hefði bílasýningin í Genf ekki orðið fyrir valinu fyrir frumsýningu hans. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent
Kia hefur birt myndir af nýjum Optima bíl sínum sem fyrirtækið mun kynna á bílasýningunni í Genf sem hefst á fyrstu dögum næsta mánaðar. Kia Optima er ekki einn af magnsölubílum kóreska framleiðandans og hefur í raun átt frekar bágt með að vinna hylli Evrópubúa, þrátt fyrir að vera einstaklega fagur bíll. Kia seldi aðeins 3.406 Optima bíla í Evrópu á síðasta ári og jókst sala hans aðeins um 1% á milli ára. Í þessum D-stærðarflokki bíla er það Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Opel Insignia sem eiga sviðið og seljast í gríðarmiklu magni í álfunni. Nýr Kia Optima er teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi og með nýjum bíl hyggur Kia vafalaust á landvinninga í Evrópu. Annars hefði bílasýningin í Genf ekki orðið fyrir valinu fyrir frumsýningu hans.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent