Escalade bæði skemmir fyrir og bjargar Cadillac Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 15:24 Cadillac Escalade. Hinn risastóri Cadillac Escalade jeppi hefur nokkra sérstöðu meðal bílgerða í heiminum. Hann fær yfirleitt mjög slæma dóma bílablaðamanna, en selst eins og heitar lummur. Sala á Escalade jókst til að mynda um 149% í nýliðnum janúarmánuði og því er Cadillac ekki að hugleiða að hætta framleiðslu hans. Margir vilja hinsvegar meina að Escalade skaði verulega ímynd bandaríska lúxusmerkisins vegna þess hve slakur bíllinn er, sér í lagi í samaburði við stærri jeppa þýsku framleiðendanna. Bíllinn skilar því bæði vænum fúlgum í kassann hjá Cadillac en rífur niður ímynd merkisins í leiðinni. Cadillac framleiðir margar aðrar gerðir bíla og ATS og CTS bílar Cadillac seljast svo illa að fyrirtækið hefur þurft að undanförnu að bjóða þá með miklum afslætti, allt að 7.000 dollurum í tilfelli CTS. Þetta vandamál er ekki til staðar er varðar Escalade og hefur verksmiðja Cadillac í Arlington í Texas vart við að framleiða jeppann stóra. Bent hefur verið á að margir sjá Cadillac merkið fyrir vikið sem jeppaframleiðenda og ef að Cadillac vill gera sig gildandi meðal lúxusbílaframleiðenda þurfi fyrirtækið að hefja framleiðslu á stórum lúxusbíl sem keppa gæti við Mercedes Benz S-Class, Audi A8 og BMW 7-línunni. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent
Hinn risastóri Cadillac Escalade jeppi hefur nokkra sérstöðu meðal bílgerða í heiminum. Hann fær yfirleitt mjög slæma dóma bílablaðamanna, en selst eins og heitar lummur. Sala á Escalade jókst til að mynda um 149% í nýliðnum janúarmánuði og því er Cadillac ekki að hugleiða að hætta framleiðslu hans. Margir vilja hinsvegar meina að Escalade skaði verulega ímynd bandaríska lúxusmerkisins vegna þess hve slakur bíllinn er, sér í lagi í samaburði við stærri jeppa þýsku framleiðendanna. Bíllinn skilar því bæði vænum fúlgum í kassann hjá Cadillac en rífur niður ímynd merkisins í leiðinni. Cadillac framleiðir margar aðrar gerðir bíla og ATS og CTS bílar Cadillac seljast svo illa að fyrirtækið hefur þurft að undanförnu að bjóða þá með miklum afslætti, allt að 7.000 dollurum í tilfelli CTS. Þetta vandamál er ekki til staðar er varðar Escalade og hefur verksmiðja Cadillac í Arlington í Texas vart við að framleiða jeppann stóra. Bent hefur verið á að margir sjá Cadillac merkið fyrir vikið sem jeppaframleiðenda og ef að Cadillac vill gera sig gildandi meðal lúxusbílaframleiðenda þurfi fyrirtækið að hefja framleiðslu á stórum lúxusbíl sem keppa gæti við Mercedes Benz S-Class, Audi A8 og BMW 7-línunni.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent