„Ég óttast að Pútín drepi mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 21:43 Boris Nemtsov var fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Vísir/Getty Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Boris Nemtsov, sem skotinn var til bana í gær sagðist í viðtali við rússneskan vefmiðil óttast að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, myndi drepa hann. Í viðtalinu, sem birtist þann 10. febrúar síðastliðinn sagði Nemtsov: „Ég óttast að Pútín drepi mig. Ég trúi því að hann hafi komið stríðinu í Úkraínu af stað. Mér gæti ekki líkað verr við hann.“ Vinir Nemtsov segja að hann hafi nafnlausar morðhótanir á internetinu og að þær hafi valdið honum áhyggjum. Hann vildi hins vegar ekki að öryggis hans yrði gætt sérstaklega: „Hann sagði „Ef þeir vilja drepa mig þá munu þeir drepa mig,““ er haft eftir vini Nemtsov á vef breska blaðsins The Independent. Nemtsov var fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi með konu í miðborg Moskvu, skammt frá Kreml-höll í gærkvöldi. Nemtsov hafði fyrr um daginn kallað eftir stuðningi við mótmælagöngu á sunnudag þar sem stríðinu í Úkraínu verður mótmælt. Pútín hefur fordæmt morðið og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Tengdar fréttir Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04 Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Boris Nemtsov, sem skotinn var til bana í gær sagðist í viðtali við rússneskan vefmiðil óttast að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, myndi drepa hann. Í viðtalinu, sem birtist þann 10. febrúar síðastliðinn sagði Nemtsov: „Ég óttast að Pútín drepi mig. Ég trúi því að hann hafi komið stríðinu í Úkraínu af stað. Mér gæti ekki líkað verr við hann.“ Vinir Nemtsov segja að hann hafi nafnlausar morðhótanir á internetinu og að þær hafi valdið honum áhyggjum. Hann vildi hins vegar ekki að öryggis hans yrði gætt sérstaklega: „Hann sagði „Ef þeir vilja drepa mig þá munu þeir drepa mig,““ er haft eftir vini Nemtsov á vef breska blaðsins The Independent. Nemtsov var fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi með konu í miðborg Moskvu, skammt frá Kreml-höll í gærkvöldi. Nemtsov hafði fyrr um daginn kallað eftir stuðningi við mótmælagöngu á sunnudag þar sem stríðinu í Úkraínu verður mótmælt. Pútín hefur fordæmt morðið og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Tengdar fréttir Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04 Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04
Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28