Nýr Volkswagen á milli Passat og Phaeton Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2015 15:46 Nýr Volkswagen coupe tilraunabíll. Á bílasýningunni í Genf sem er að fara að hefjast mun Volkswagen sýna þennan nýja og laglega bíl, en hann er mitt á milli Volkswagen Passat og flaggskipsins Volkswagen Phaeton að stærð. Volkswagen segir að mjög líklegt sé að þessi bíll verði að framleiðslubíl. Volkswagen hefur áður komið fram með bíl sem er stærri en Passat og fékk hann nafnið Passat CC. Síðar breytti Volkswagen nafninu í bara CC til að aðgreina hann meira frá Passat, en hann hefur aldrei selst í miklu magni. Fyrir um áratug ætlaði Volkswagen að ganga lengra og smíða stærri bíl í samstarfi með Maserati og átti hann að fá undirvagn frá Maserati. Hætt var við þau áform. Nú er komið að því að taka þessa hugmynd örlitlu lengra með þessum nýja bíl, sem er eins og CC bílinn með flötu coupe-lagi. Ári laglegur bíll frá Volkswagen. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent
Á bílasýningunni í Genf sem er að fara að hefjast mun Volkswagen sýna þennan nýja og laglega bíl, en hann er mitt á milli Volkswagen Passat og flaggskipsins Volkswagen Phaeton að stærð. Volkswagen segir að mjög líklegt sé að þessi bíll verði að framleiðslubíl. Volkswagen hefur áður komið fram með bíl sem er stærri en Passat og fékk hann nafnið Passat CC. Síðar breytti Volkswagen nafninu í bara CC til að aðgreina hann meira frá Passat, en hann hefur aldrei selst í miklu magni. Fyrir um áratug ætlaði Volkswagen að ganga lengra og smíða stærri bíl í samstarfi með Maserati og átti hann að fá undirvagn frá Maserati. Hætt var við þau áform. Nú er komið að því að taka þessa hugmynd örlitlu lengra með þessum nýja bíl, sem er eins og CC bílinn með flötu coupe-lagi. Ári laglegur bíll frá Volkswagen.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent