Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum Sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 16:35 Starfsfólk þjóðgarðsins komu konunni til bjargar og ekki leið á löngu þar til sjúkralið og lögregla mættu á staðinn, að sögn Ólafs. Erlend ferðakona slasaðist í þjóðgarðinum á Þingvöllum á mánudaginn eftir að hafa runnið í hálku. Konan missti meðvitund um stund og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Áverkar eru sagðir minniháttar. Konan var ásamt hópi fólks við Almannagjá þegar hún fór út af göngustígnum með fyrrgreindum afleiðingum. Búið var að sanda hluta af göngustígnum, sem er álíka breiður og akbraut, og var fólk hvatt til að halda sig þeim megin á veginum sem búið var að sanda. Konan fór þó út af sandræmunni og datt aftur fyrir sig.Sjá einnig: Ferðamönnum fjölgað um 77 prósentÞessi mynd var tekin á mánudaginn, en hún sýnir glögglega hversu margir heimsækja Þingvelli daglega.mynd/berglind sigmundsdóttirGríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli daglega. Aðstæður eru ekki alltaf með besta móti, enda hefur veturinn verið harður, og því ekki einsdæmi að ferðamenn renni í hálku eða detti um skafla. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að heldur mikið hafi verið um slík slys í vetur en að það megi meðal annars rekja til vályndrar veðráttu og aukins fjölda ferðamanna. Allra ráðstafanna sé þó ávallt gætt, sandað sé daglega og vetrarþjónusta með besta móti. „Oft er þetta það að fólk er mjög óvant að ganga á möl, hvað þá á hálku. Okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt, að fólk sé að meiða sig og meiða sig hjá okkur. Við erum alltaf að fjölga viðvörunarskiltum og það eru ákveðin skilti notuð þannig að fólk sjái þetta bara með einni sjónhendingu,“ segir Ólafur. „Þingvellir eru í 100 metra hæð og langt inni í landi og íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið, hrasað, sett fótinn ofan í gjótu eða hvað sem er. Þar liggur ábyrgð hvers einstaklings. Við getum lagt brautir og sandað og sett skilti, en þar líkur okkar hlutverki,“ segir hann, aðspurður hvort vel sé staðið að málum í þjóðgarðinum. Ferðamönnum til Þingvalla hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ákveðið var að auka snjómokstur í þjóðgarðinum í takt við fjölgunina og eru nú allar helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru ruddar og sandaðar eftir þörfum. Á vefsíðu Þingvalla segir að mikilvægt sé að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið sé valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið sé um svæðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Erlend ferðakona slasaðist í þjóðgarðinum á Þingvöllum á mánudaginn eftir að hafa runnið í hálku. Konan missti meðvitund um stund og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Áverkar eru sagðir minniháttar. Konan var ásamt hópi fólks við Almannagjá þegar hún fór út af göngustígnum með fyrrgreindum afleiðingum. Búið var að sanda hluta af göngustígnum, sem er álíka breiður og akbraut, og var fólk hvatt til að halda sig þeim megin á veginum sem búið var að sanda. Konan fór þó út af sandræmunni og datt aftur fyrir sig.Sjá einnig: Ferðamönnum fjölgað um 77 prósentÞessi mynd var tekin á mánudaginn, en hún sýnir glögglega hversu margir heimsækja Þingvelli daglega.mynd/berglind sigmundsdóttirGríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli daglega. Aðstæður eru ekki alltaf með besta móti, enda hefur veturinn verið harður, og því ekki einsdæmi að ferðamenn renni í hálku eða detti um skafla. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að heldur mikið hafi verið um slík slys í vetur en að það megi meðal annars rekja til vályndrar veðráttu og aukins fjölda ferðamanna. Allra ráðstafanna sé þó ávallt gætt, sandað sé daglega og vetrarþjónusta með besta móti. „Oft er þetta það að fólk er mjög óvant að ganga á möl, hvað þá á hálku. Okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt, að fólk sé að meiða sig og meiða sig hjá okkur. Við erum alltaf að fjölga viðvörunarskiltum og það eru ákveðin skilti notuð þannig að fólk sjái þetta bara með einni sjónhendingu,“ segir Ólafur. „Þingvellir eru í 100 metra hæð og langt inni í landi og íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið, hrasað, sett fótinn ofan í gjótu eða hvað sem er. Þar liggur ábyrgð hvers einstaklings. Við getum lagt brautir og sandað og sett skilti, en þar líkur okkar hlutverki,“ segir hann, aðspurður hvort vel sé staðið að málum í þjóðgarðinum. Ferðamönnum til Þingvalla hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ákveðið var að auka snjómokstur í þjóðgarðinum í takt við fjölgunina og eru nú allar helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru ruddar og sandaðar eftir þörfum. Á vefsíðu Þingvalla segir að mikilvægt sé að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið sé valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið sé um svæðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira