Lið Keflavíkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur gengið frá samningum við spænska miðvörðinn Kiko Insa sem lék með Ólafsvíkingum í Pepsi-deildinni 2013.
Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga, en Insa hefur leikið á Spáni, Belgíu, Þýskalandi og nú síðast Lettlandi.
Þessi 27 ára gamli miðvörður spilaði 15 leiki með Ólsurum í efstu deild fyrir tveimur árum og þótti standa sig vel.
Einnig kemur fram á vef Keflavíkur að félagið er að reyna að kaupa framherjann Jóhann Helga Hannesson frá Þór. „Enn ber nokkuð í milli í þeim viðræðum,“ segir í fréttinni.
