Hannes: Vitum ekki hvort dúkurinn var til vandræða | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2015 15:15 Hér má sjá leikmenn Grindavíkur og Keflavíkur spila á dúknum umrædda í úrslitaleik kvenna á laugardag. Vísir/Þórdís Inga Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segist ekki geta fullyrt hvort að dúkurinn sem KR-ingurinn Pavel Ermolinskij rann á í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafi orsakað fallið eða ekki. „Dúkurinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla og er úr sama efni sem hefur verið notað í öðrum körfuboltaleikjum sem og í öðrum íþróttum,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. Pavel missti af lokamínútum bikarúrslitaleiksins sem Stjarnan svo vann eftir æsilegan lokasprett. Hann meiddist eins og sjá má hér neðst í fréttinni eftir að hann rann til á dúknum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hann gruni að það sé rifa í lærvöðvanum. „Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig,“ sagði hann og bætti við: „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent á því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál.“ Hannes segir að það sé í umsjón Reykjavíkurborgar að merkja völlinn í Laugardalshöll eftir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða. Þó svo að bikarúrslitin hafi ekki fallið undir þann flokk var þetta síðasti stóri körfuboltaviðburðurinn í Laugardalshöllinni fyrir Smáþjóðaleikana í vor og því vildi KKÍ hafa allt samkvæmt ströngustu kröfum. „En það er okkar ósk hjá KKÍ að það eigi að vera til lakkaður körfuboltavöllur með öllum þeim litum og línum sem þarf til. Við fórum fram á það við Reykjavíkurborg en niðurstaðan var sú að borgin setur dúkinn á fyrir hvern viðburð,“ segir Hannes. „Það er ekki ódýrt og við erum auðvitað þakklátir borginni fyrir aðkomu hennar. Það væri ódýrari lausn ef völlurinn væri merktur með varanlegum hætti.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að merkja völlinn sérstaklega fyrir hvern viðburð er að Laugardalshöllin er notuð fyrir fleiri íþróttir, svo sem handbolta og blak. Því hafi verið mótmælt að útbúa varanlegan körfuboltavöll á gólf hallarinnar. Pavel var ekki sá eini sam rann til í Laugardalshöllinni á laugardag en þá fóru einnig fram aðrir úrslitaleikir í bikarnum, til dæmis í kvennaflokki og yngri flokkum. „Það voru svo fimm úrslitaleikir á sunnudaginn og við ákváðum að fjarlægja dúkinn ef ske kynni að það væri einhver minnsta slysahætta af honum. En ég get ekkert fullyrt um það enda hefur áður verið spilað á samskonar dúk, bæði í landsleikjum í körfubolta og í öðrum íþróttum.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segist ekki geta fullyrt hvort að dúkurinn sem KR-ingurinn Pavel Ermolinskij rann á í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafi orsakað fallið eða ekki. „Dúkurinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla og er úr sama efni sem hefur verið notað í öðrum körfuboltaleikjum sem og í öðrum íþróttum,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. Pavel missti af lokamínútum bikarúrslitaleiksins sem Stjarnan svo vann eftir æsilegan lokasprett. Hann meiddist eins og sjá má hér neðst í fréttinni eftir að hann rann til á dúknum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hann gruni að það sé rifa í lærvöðvanum. „Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig,“ sagði hann og bætti við: „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent á því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál.“ Hannes segir að það sé í umsjón Reykjavíkurborgar að merkja völlinn í Laugardalshöll eftir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða. Þó svo að bikarúrslitin hafi ekki fallið undir þann flokk var þetta síðasti stóri körfuboltaviðburðurinn í Laugardalshöllinni fyrir Smáþjóðaleikana í vor og því vildi KKÍ hafa allt samkvæmt ströngustu kröfum. „En það er okkar ósk hjá KKÍ að það eigi að vera til lakkaður körfuboltavöllur með öllum þeim litum og línum sem þarf til. Við fórum fram á það við Reykjavíkurborg en niðurstaðan var sú að borgin setur dúkinn á fyrir hvern viðburð,“ segir Hannes. „Það er ekki ódýrt og við erum auðvitað þakklátir borginni fyrir aðkomu hennar. Það væri ódýrari lausn ef völlurinn væri merktur með varanlegum hætti.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að merkja völlinn sérstaklega fyrir hvern viðburð er að Laugardalshöllin er notuð fyrir fleiri íþróttir, svo sem handbolta og blak. Því hafi verið mótmælt að útbúa varanlegan körfuboltavöll á gólf hallarinnar. Pavel var ekki sá eini sam rann til í Laugardalshöllinni á laugardag en þá fóru einnig fram aðrir úrslitaleikir í bikarnum, til dæmis í kvennaflokki og yngri flokkum. „Það voru svo fimm úrslitaleikir á sunnudaginn og við ákváðum að fjarlægja dúkinn ef ske kynni að það væri einhver minnsta slysahætta af honum. En ég get ekkert fullyrt um það enda hefur áður verið spilað á samskonar dúk, bæði í landsleikjum í körfubolta og í öðrum íþróttum.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira