Fín bílasala í risjóttri tíð Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2015 15:33 Margir lögðu leið sína að skoða nýjan Subaru Outback hjá BL um helgina. Heildarsala á nýjum fólksbílum, sendibílum og bílaleigubílum í janúar og febrúar var rúmum 27 prósentum meiri en á sama tímabili 2014 og þrátt fyrir risjótta tíð í nýliðnum febrúar hélst bílasala umboðanna í samræmi við væntingar. Sala bílaleigubíla virðist haldast nokkuð vel í hendur við aukningu markaðarinns og má leiða að því líkum að bílaleigurnar njóti mjög vaxandi fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Einstaklingar og fyrirtæki önnur en bílaleigur keyptu 506 bíla í febrúar, sem er um 28% aukning milli ára. Fólk virðist ekki hafa látið veðrið slá sig út af laginu enda hefur undanfarið verið mikið um frumsýningar á nýjum og spennandi bílum af ýmsum stærðum og gerðum. Sömu sögu er að segja af fyrirtækjum sem leita nú í auknum mæli en áður að upplýsingum um hagkvæma endurnýjun bílaflota sinna, m.a. með kaupum á rafbílum.Áframhaldandi sterk markaðshlutdeild Eins og taflan hér að neðan sýnir er BL. ehf. með mesta markaðshlutdeild einstakra bílaumboða á landinu það sem af er ári. Nýhafinn marsmánuður hefur farið vel af stað hjá fyrirtækinu enda talsvert um bílakynningar á liðnum vikum, nú síðast á nýjum og breyttum Subaru Outback og Renault Megane í Limited útgáfu, sem frumsýndir voru sl. laugardag, 7. mars. Við sama tækifæri var jafnframt sýndur Subaru Outback sem nú er í fyrsta sinn boðinn með sjálfskiptingu við öfluga dísilvélina.Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla samkv. uppl. frá Samgöngustofu Febrúar 2015Jan-feb 2015Jan-feb 2014BifreiðaumboðEinstakl. og fyrirt.%Bíla- leigubílarMarkaðs-hlutdeildFjöldi%Fjöldi%BL12725,1%5627,7%35624,3%29925,9%Brimborg9017,8%105,0%21014,3%12911,2%Hekla8516,8%2210,9%20914,2%20918,1%Toyota á Íslandi7815,4%3014,9%30320,7%23120,0%Askja5510,9%2713,4%18412,5%13211,4%Bílabúð Benna407,9%63,0%775,2%706,1%Bernhard224,3%00,0%563,8%655,6%Suzuki51,0%4823,8%573,9%151,3%Aðrir innflytj.40,8%31,5%151,0%50,4%Samtals506100%202100%1467100%1155100% Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent
Heildarsala á nýjum fólksbílum, sendibílum og bílaleigubílum í janúar og febrúar var rúmum 27 prósentum meiri en á sama tímabili 2014 og þrátt fyrir risjótta tíð í nýliðnum febrúar hélst bílasala umboðanna í samræmi við væntingar. Sala bílaleigubíla virðist haldast nokkuð vel í hendur við aukningu markaðarinns og má leiða að því líkum að bílaleigurnar njóti mjög vaxandi fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Einstaklingar og fyrirtæki önnur en bílaleigur keyptu 506 bíla í febrúar, sem er um 28% aukning milli ára. Fólk virðist ekki hafa látið veðrið slá sig út af laginu enda hefur undanfarið verið mikið um frumsýningar á nýjum og spennandi bílum af ýmsum stærðum og gerðum. Sömu sögu er að segja af fyrirtækjum sem leita nú í auknum mæli en áður að upplýsingum um hagkvæma endurnýjun bílaflota sinna, m.a. með kaupum á rafbílum.Áframhaldandi sterk markaðshlutdeild Eins og taflan hér að neðan sýnir er BL. ehf. með mesta markaðshlutdeild einstakra bílaumboða á landinu það sem af er ári. Nýhafinn marsmánuður hefur farið vel af stað hjá fyrirtækinu enda talsvert um bílakynningar á liðnum vikum, nú síðast á nýjum og breyttum Subaru Outback og Renault Megane í Limited útgáfu, sem frumsýndir voru sl. laugardag, 7. mars. Við sama tækifæri var jafnframt sýndur Subaru Outback sem nú er í fyrsta sinn boðinn með sjálfskiptingu við öfluga dísilvélina.Nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla samkv. uppl. frá Samgöngustofu Febrúar 2015Jan-feb 2015Jan-feb 2014BifreiðaumboðEinstakl. og fyrirt.%Bíla- leigubílarMarkaðs-hlutdeildFjöldi%Fjöldi%BL12725,1%5627,7%35624,3%29925,9%Brimborg9017,8%105,0%21014,3%12911,2%Hekla8516,8%2210,9%20914,2%20918,1%Toyota á Íslandi7815,4%3014,9%30320,7%23120,0%Askja5510,9%2713,4%18412,5%13211,4%Bílabúð Benna407,9%63,0%775,2%706,1%Bernhard224,3%00,0%563,8%655,6%Suzuki51,0%4823,8%573,9%151,3%Aðrir innflytj.40,8%31,5%151,0%50,4%Samtals506100%202100%1467100%1155100%
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent