Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2015 20:59 Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. Leggja á hitaveitu með ljósleiðara heim til þeirra með sjöhundruð milljóna króna framkvæmdum, sem nú eru að hefjast. Þorpið að Laugarbakka í Miðfirði byggðist upp með hitaveitu frá fyrstu tíð, sama gilti um Reykjaskóla í Hrútafirði, Hvammstangi fékk heita vatnið árið 1972 og nú er röðin komin að sveitunum í kring. Lykillinn að hitaveituvæðingu sveitanna eru einmitt jarðhitinn á Laugarbakka og Reykjum. Á Laugarbakka fást 30 til 40 sekúndulítrar af 97 stiga heitu vatni en aðeins um helmingur er nýttur í dag.Frá Laugarbakka í Miðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir í viðtali við Stöð 2 að áætlanir séu um miklar hitaveituframkvæmdir. Í sumar eigi að leggja hitaveitu í dreifbýli, bæði í Suður-Miðfjörð og Norður-Hrútafjörð. Þetta verða raunar einhverjar mestu framkvæmdir í héraðinu um langt árabil, fyrir um 700 milljónir króna. Í sumar er áætlað að 43 bæir og fyrirtæki í sveitunum fái hitaveituna og næsta sumar bætist við 50 í Víðidal. Næstu árin þar á eftir er svo vonast til að tengja yfir 30 til viðbótar. Þá eru áform um að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn með hitaveitunni. Nýja reiðhöllin í Víðidal, sem fjallað var um í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í vikunni, er meðal þeirra sem fá hitaveituna. Ísólfur Líndal Þórisson, hrossabóndi á Lækjamóti, segir að gert hafi verið ráð fyrir hitaveitunni. „Þannig að það er bara að tengja. Svo fáum við ljósleiðarann. Þannig að þá erum við aldeilis orðin tengd veröldinni,“ segir Ísólfur.Borholurnar á Laugarbakka eru taldar gefa 30-40 sekúndulítra af 97 stiga heitu vatni. Um helmingur er nýttur í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þrátt fyrir verulegan stofnkostnað notenda í upphafi vonast sveitarstjórinn til að hann náist til baka þegar dýr rafmagnskynding sparast. Jarðhitinn sé hlunnindi. „Gríðarleg hlunnindi. Að ég tali nú ekki um ef við fáum ljósleiðara með. Það er engin spurning að þetta verður breyting á lífsgæðum,“ segir Guðný Hrund. Sóknarhug Húnvetninga má kynnast í nýlegum þætti Stöðvar 2 frá Hvammstanga. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. Leggja á hitaveitu með ljósleiðara heim til þeirra með sjöhundruð milljóna króna framkvæmdum, sem nú eru að hefjast. Þorpið að Laugarbakka í Miðfirði byggðist upp með hitaveitu frá fyrstu tíð, sama gilti um Reykjaskóla í Hrútafirði, Hvammstangi fékk heita vatnið árið 1972 og nú er röðin komin að sveitunum í kring. Lykillinn að hitaveituvæðingu sveitanna eru einmitt jarðhitinn á Laugarbakka og Reykjum. Á Laugarbakka fást 30 til 40 sekúndulítrar af 97 stiga heitu vatni en aðeins um helmingur er nýttur í dag.Frá Laugarbakka í Miðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir í viðtali við Stöð 2 að áætlanir séu um miklar hitaveituframkvæmdir. Í sumar eigi að leggja hitaveitu í dreifbýli, bæði í Suður-Miðfjörð og Norður-Hrútafjörð. Þetta verða raunar einhverjar mestu framkvæmdir í héraðinu um langt árabil, fyrir um 700 milljónir króna. Í sumar er áætlað að 43 bæir og fyrirtæki í sveitunum fái hitaveituna og næsta sumar bætist við 50 í Víðidal. Næstu árin þar á eftir er svo vonast til að tengja yfir 30 til viðbótar. Þá eru áform um að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn með hitaveitunni. Nýja reiðhöllin í Víðidal, sem fjallað var um í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í vikunni, er meðal þeirra sem fá hitaveituna. Ísólfur Líndal Þórisson, hrossabóndi á Lækjamóti, segir að gert hafi verið ráð fyrir hitaveitunni. „Þannig að það er bara að tengja. Svo fáum við ljósleiðarann. Þannig að þá erum við aldeilis orðin tengd veröldinni,“ segir Ísólfur.Borholurnar á Laugarbakka eru taldar gefa 30-40 sekúndulítra af 97 stiga heitu vatni. Um helmingur er nýttur í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þrátt fyrir verulegan stofnkostnað notenda í upphafi vonast sveitarstjórinn til að hann náist til baka þegar dýr rafmagnskynding sparast. Jarðhitinn sé hlunnindi. „Gríðarleg hlunnindi. Að ég tali nú ekki um ef við fáum ljósleiðara með. Það er engin spurning að þetta verður breyting á lífsgæðum,“ segir Guðný Hrund. Sóknarhug Húnvetninga má kynnast í nýlegum þætti Stöðvar 2 frá Hvammstanga.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02
Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55
Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24