Gæti haft áhrif á 10.000 lánasamninga Lýsingar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. mars 2015 20:00 Fjármögnungarfyrirtækið Lýsing tapaði á fimmtudag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánssamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánsins sem bundinn var ólögmætri gengistryggingu. Jóhannes S. Ólafsson er lögmaður beggja aðila sem unnu málin fyrir Hæstarétti. Hann segir Lýsingu vera einu lánastofnunina sem dragi lappirnar við endurútreikning gengislána. „Að mínu mati eiga þessir dómar að klára alveg þennan ágreining endanlega og að það séu engar varnir eftir fyrir Lýsingu í þessum málum. Ég tel líka að það eigi að vera óumdeilt að fordæmisgildið nái til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra mála af þessu tagi þar sem Lýsing hefur hafnað útreikningi,“ segir Jóhannes. Hann segir að þetta gætu verið um 10.000 lánasamningar sem dómarnir hefðu áhrif á. En þarf hver og einn þessara skuldara að höfða dómsmál gegn Lýsingu til að ná sínum rétti fram? „Ég sé ekkert annað í kortunum en það að Lýsing muni gera upp við umbjóðendur okkar, sem erum að reka þessi dómsmál. Hjá því verður ekki komist. En hvað Lýsing gerir varðandi hinn almenna viðskiptavin Lýsingar sem er með gengistryggðan samning og hefur ekki gert neitt sérstakt ágreiningsmál í kringum sína kröfu. Það veit ég ekki og kann ekki að segja,“ segir Jóhannes. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að útvíkka skilyrði til gjafsóknar til að auðvelda einstaklingum að sækja mál sem þessi fyrir dómstólum. Þá sé málið til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Þetta er mjög óheppilegt og ólíðandi að fjármögnunarfyrirtæki, Lýsing í þessu tilfelli, skuli ætla að láta alla þessa einstaklinga ætla að sækja mál sín. Maður skilur ekki tilganginn hjá fyrirtækinu að þvinga skuldara í þá leið,“ segir Elsa Lára. Alþingi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Fjármögnungarfyrirtækið Lýsing tapaði á fimmtudag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánssamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánsins sem bundinn var ólögmætri gengistryggingu. Jóhannes S. Ólafsson er lögmaður beggja aðila sem unnu málin fyrir Hæstarétti. Hann segir Lýsingu vera einu lánastofnunina sem dragi lappirnar við endurútreikning gengislána. „Að mínu mati eiga þessir dómar að klára alveg þennan ágreining endanlega og að það séu engar varnir eftir fyrir Lýsingu í þessum málum. Ég tel líka að það eigi að vera óumdeilt að fordæmisgildið nái til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra mála af þessu tagi þar sem Lýsing hefur hafnað útreikningi,“ segir Jóhannes. Hann segir að þetta gætu verið um 10.000 lánasamningar sem dómarnir hefðu áhrif á. En þarf hver og einn þessara skuldara að höfða dómsmál gegn Lýsingu til að ná sínum rétti fram? „Ég sé ekkert annað í kortunum en það að Lýsing muni gera upp við umbjóðendur okkar, sem erum að reka þessi dómsmál. Hjá því verður ekki komist. En hvað Lýsing gerir varðandi hinn almenna viðskiptavin Lýsingar sem er með gengistryggðan samning og hefur ekki gert neitt sérstakt ágreiningsmál í kringum sína kröfu. Það veit ég ekki og kann ekki að segja,“ segir Jóhannes. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að útvíkka skilyrði til gjafsóknar til að auðvelda einstaklingum að sækja mál sem þessi fyrir dómstólum. Þá sé málið til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Þetta er mjög óheppilegt og ólíðandi að fjármögnunarfyrirtæki, Lýsing í þessu tilfelli, skuli ætla að láta alla þessa einstaklinga ætla að sækja mál sín. Maður skilur ekki tilganginn hjá fyrirtækinu að þvinga skuldara í þá leið,“ segir Elsa Lára.
Alþingi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira