Honda Civic Type R nær Nürburgring metinu Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2015 15:02 Honda Civic Type R í Genf. Sífellt er verið að bæta brautarmet smárra framhjóladrifinna kraftabíla á þýsku kappakstursbrautinni Nürburgring. Fyrir skömmu náðist besti tími slíkra bíla, 7:50,63 mínútur og var það gert á hinum nýja Honda Civic Type R bíl. Metið áður átti Seat Leon Cupra en hefur Honda nú slegið það um 8 sekúndur. Honda lofaði því fyrir nokkru að þessi bíll myndi ná metinu frá Seat bílnum og hefur nú staðið við loforðið. Honda Civic Type R er einmitt verið að kynna heimsbyggðinni á bílasýningunni í Genf sem nú er nýhafin. Núna hefur Honda kreist út 306 hestöfl úr þeirri 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu, sem undir húddi hans er og skilar það honum á 5,7 sekúndum í hundrað kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er 269 km/klst. Nýi Civic Type R er með Brembo bremsur, sportsæti með rúskinnsáklæði og fjöðrunarkerfi sem aðlagar sig aðstæðum. Vindmótsstaða bílsins hefur minnkað og aukið flæði lofts er til kælingar á vélinni og veitir víst ekki af. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent
Sífellt er verið að bæta brautarmet smárra framhjóladrifinna kraftabíla á þýsku kappakstursbrautinni Nürburgring. Fyrir skömmu náðist besti tími slíkra bíla, 7:50,63 mínútur og var það gert á hinum nýja Honda Civic Type R bíl. Metið áður átti Seat Leon Cupra en hefur Honda nú slegið það um 8 sekúndur. Honda lofaði því fyrir nokkru að þessi bíll myndi ná metinu frá Seat bílnum og hefur nú staðið við loforðið. Honda Civic Type R er einmitt verið að kynna heimsbyggðinni á bílasýningunni í Genf sem nú er nýhafin. Núna hefur Honda kreist út 306 hestöfl úr þeirri 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu, sem undir húddi hans er og skilar það honum á 5,7 sekúndum í hundrað kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er 269 km/klst. Nýi Civic Type R er með Brembo bremsur, sportsæti með rúskinnsáklæði og fjöðrunarkerfi sem aðlagar sig aðstæðum. Vindmótsstaða bílsins hefur minnkað og aukið flæði lofts er til kælingar á vélinni og veitir víst ekki af.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent