Hann lagði í dag fram þrjár leiðir til að bæta úr trausti og virðingu til Alþingis.
„Frekar en að leyfa hegðun ríkisstjórnarinnar og að leyfa henni að haga sér gagnvart þinginu alfarið og eingöngu, samkvæmt hennar eigin skilningi á hvað hún megi, svo lengi sem ekki komi til vantrausts. Þá er ég með þrjár hugmyndir.“
Fyrsta hugmyndin er að aðskilja Alþingi og ríkisstjórn, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn. Önnur var að koma á fót málskotsrétti þjóðarinnar, svo hún geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðja hugmyndin er að þriðjungur þings geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Þetta eru hógværar, ódýrar og einfaldar lausnir sem myndu koma okkur fram á veg. Þá getum við kannski hætt þessum andskotans sandkassaleik. Fyrirgefið dónaskapinn.“
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var á þeim tímapunkti í samræðum við Kristján Möller en stökk á fætur til að slá í bjölluna og biðja Helga Hrafn að gæta orða sinna.
„Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð,“ sagði Einar og Helgi svaraði: „Það er rétt.“
Hér að neðan má sjá ræðu Helga og viðbrögð Einars.