Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2015 20:45 Torfbærinn sem þróaðist á Íslandi er séríslenskt fyrirbæri og í raun eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum skammt utan við Selfoss. „Íslenski bærinn“ heitir setrið að Austur-Meðalholtum í Flóa en gamli torbærinn þar er stofninn. Þetta er þó hvorki hefðbundið byggðasafn né húsasafn en í nýjum sýningarskála er þessum byggingararfi Íslendinga gerð sérstök skil, og þar hefur Hannes sett torfbæinn á stall sem eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Þar má sjá á fimmta hundrað gamalla ljósmynda af torfbæjum, sem nánast allir eru horfnir. „Þetta er séríslenskt fyrirbæri. Þetta þróast hér við tilteknar aðstæður og svona hús eru hvorki til í Noregi, Írlandi eða Skotlandi,“ segir Hannes. Samanburður við staðbundinn byggingararf annarra þjóða sýnir að það voru helst Norðmenn sem byggðu álíka hús. Þeir byggðu hús með hlöðnum grjótveggjum og torfþökum. Elsta mynd sem vitað er um af torfbæ á Íslandi er frá árinu 1858, úr Haukadal í Dýrafirði, sem franskur ljósmyndari tók. Staðurinn er auðþekkjanlegur á fjöllunum sem sjást á myndinni og gnæfa yfir dalnum. Annað gildir um sumar ljósmyndanna sem teknar voru þar sem færri kennileiti sjást, til dæmis á Suðurlandi. Þannig hefur ekki tekist að staðsetja myndina sem sést hér að neðan, sem Hannes telur annaðhvort frá Suður- eða Vesturlandi.Hvar stóð þessi torfbær? Ekki hefur tekist að staðsetja myndina, þótt bæjarstæðið sé tignarlegt uppi á háum árbakka.Fjallað var um íslenska torfbæjararfinn í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Flóahreppur Um land allt Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Torfbærinn sem þróaðist á Íslandi er séríslenskt fyrirbæri og í raun eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum skammt utan við Selfoss. „Íslenski bærinn“ heitir setrið að Austur-Meðalholtum í Flóa en gamli torbærinn þar er stofninn. Þetta er þó hvorki hefðbundið byggðasafn né húsasafn en í nýjum sýningarskála er þessum byggingararfi Íslendinga gerð sérstök skil, og þar hefur Hannes sett torfbæinn á stall sem eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Þar má sjá á fimmta hundrað gamalla ljósmynda af torfbæjum, sem nánast allir eru horfnir. „Þetta er séríslenskt fyrirbæri. Þetta þróast hér við tilteknar aðstæður og svona hús eru hvorki til í Noregi, Írlandi eða Skotlandi,“ segir Hannes. Samanburður við staðbundinn byggingararf annarra þjóða sýnir að það voru helst Norðmenn sem byggðu álíka hús. Þeir byggðu hús með hlöðnum grjótveggjum og torfþökum. Elsta mynd sem vitað er um af torfbæ á Íslandi er frá árinu 1858, úr Haukadal í Dýrafirði, sem franskur ljósmyndari tók. Staðurinn er auðþekkjanlegur á fjöllunum sem sjást á myndinni og gnæfa yfir dalnum. Annað gildir um sumar ljósmyndanna sem teknar voru þar sem færri kennileiti sjást, til dæmis á Suðurlandi. Þannig hefur ekki tekist að staðsetja myndina sem sést hér að neðan, sem Hannes telur annaðhvort frá Suður- eða Vesturlandi.Hvar stóð þessi torfbær? Ekki hefur tekist að staðsetja myndina, þótt bæjarstæðið sé tignarlegt uppi á háum árbakka.Fjallað var um íslenska torfbæjararfinn í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Flóahreppur Um land allt Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira