Nissan lokar tímabundið í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 10:44 Við verksmiðju Nissan í Rússlandi. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur bætast í hóp þeirra sem annaðhvort loka alveg verksmiðjum sínum í Rússlandi eða tímabundið. Nú hefur Nissan bæst í þann hóp, en Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Pétursborg milli dagsins í gær, 16. mars og til 31. mars. Sala Nissan bíla féll um 45% í febrúar í Rússlandi og heildarbílasalan þar um 38%. General Motors ætlar að loka mun lengur en Nissan í verksmiðju sinni í Rússlandi, eða í 8 vikur og hefst sú lokun seint í þessum mánuði. Nissan framleiðir bílana X-Trail, Murano, Teana og Pathfinder í Pétursborg. Nissan hefur engan veginn gefist upp á Rússlandsmarkaði og hefur að markmiði að tvöfalda framleiðslu sína þar á næstu árum. Það gæti þó farið eftir efnahagsástandinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir slíkum áætlunum. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent
Fleiri og fleiri bílaframleiðendur bætast í hóp þeirra sem annaðhvort loka alveg verksmiðjum sínum í Rússlandi eða tímabundið. Nú hefur Nissan bæst í þann hóp, en Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Pétursborg milli dagsins í gær, 16. mars og til 31. mars. Sala Nissan bíla féll um 45% í febrúar í Rússlandi og heildarbílasalan þar um 38%. General Motors ætlar að loka mun lengur en Nissan í verksmiðju sinni í Rússlandi, eða í 8 vikur og hefst sú lokun seint í þessum mánuði. Nissan framleiðir bílana X-Trail, Murano, Teana og Pathfinder í Pétursborg. Nissan hefur engan veginn gefist upp á Rússlandsmarkaði og hefur að markmiði að tvöfalda framleiðslu sína þar á næstu árum. Það gæti þó farið eftir efnahagsástandinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir slíkum áætlunum.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent