Til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2015 12:30 „Það var auðvitað ljóst frá upphafi að bréf utanríkisráðherra væri umdeilt og menn hafa skiptar skoðanir um þetta,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar þingsins, sem telur að menn hafi uppi stóryrði án þess að tilefni sé til. Hann var meðal gesta í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi Evrópumálin.Engin stefnubreyting Birgir segir að bréfið hafi skerpt á þeirri stefnu sem þegar er í gildi um að halda viðræðum ekki áfram. Hann segir að það hafi komið til umræðu í þingflokki Sjálfstæðisflokks hvort ríkisstjórninni væri heimilt að fara fram með þeim hætti sem hún gerði. „Það var auðvitað rætt líka,“ segir hann „Menn veltu því fyrir sér.“ Hann segir að þingsályktunin frá 2009 um að sækja um aðild sé enn í gildi. „Hún stendur að nafninu til en hún hefur verið innantóm og óvirk um langan tíma.“ Birgir staðfestir að þingflokknum hafi aðeins verið tilkynnt um ákvörðunina eftir að bréfið hefði verið afhent.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.Vísir/GVAGagnrýnir þingforsetannHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það pent að tala um að flokkurinn sé ósáttur við ákvörðun stjórnarinnar. „Þetta er atlaga að þingræðinu,“ sagði hann í umræðunum. „Það að ætla núna að sniðganga þingið er algjörlega óverjandi og það kemur ekki til greina fyrir alþingi að sitja hjá og líta svo á að þetta sé í lagi, að þetta sé eitthvað minniháttar mál sem ekki eigi heima hjá þinginu.“ „Það má segja mjög margt gott um Einar K. Guðfinnsson en hann hefur algjörlega brugðist þinginu í þessu máli og við munum ræða þetta mál að sjálfsögðu og með okkur á ég við alla stjórnarandstöðuna og að ég tel einhverja stjórnarmeðlimi líka,“ sagði Helgi Hrafn.Ekkert lýðræðislegt umboð „Þetta snýst ekki bara um ESB lengur, þetta snýst ekki einu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu lengur,“ sagði Helgi sem gagnrýnir að utanríkisráðherra skuli kvarta undan því að þinglega ferlið gangi ekki upp, eins og hann hefur gert í fjölmiðlum. „Hvernig í ósköpunum eigum við að geta sætt okkur við þetta? Hvað erum við að gera þarna upp á Alþingi ef ekki til að stjórna þessu landi?“ Helgi segir að lýðræðislegt umboð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra vera ekkert. „Hann veit að hann kemst ekki í gegnum þingið með þetta og hvað gerir hann þá? Gerir þetta bara upp á eigin spýtur.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/KristinnVantraust til umræðuBirgir velti því upp hvort stjórnarandstaðan hefði rætt um að grípa til þeirra verkfæra sem þingið hefur til að bregðast við ákvörðunum og gjörðum ríkisstjórnarinnar. Vísaði hann þar til þess að þingið getur samþykkt vantrauststillögu á ráðherra. Þannig er hægt að knýja ráðherra eða ríkisstjórn til afsagnar. Ekki stóð á svörum frá Helga Hrafni sem sagði að sú umræða hefði átt sér stað. „Að sjálfsögðu höfum við íhugað það og rætt og það kemur alveg til greina ef þetta á að vera svona,“ svaraði Helgi Hrafn. „Ef ekki núna, þá hvenær?“ ítrekaði hann.Utanríkisráðherra verður kallaður fyrir nefndina Birgir segir að sín fyrstu viðbrögð við fréttunum af bréfinu hafi verið að tilkynna Gunnar Braga að hann yrði kallaður fyrir nefndina. „Eðlilega hins vegar þá mun þetta mál fá umræðu í utanríkisnefnd og það voru mín auðvitað fyrstu viðbrögð að koma skilaboðum til utanríkisráðherra að hann mætti vænta þess að vera kallaður fyrir nefndina við fyrsta tækifæri,“ sagði hann. Hann telur þó ekki að ráðherranum hafi verið skylt að ræða við nefndina áður en hann tók ákvörðun um að senda bréfið. Það hafi ekki orðið nein breyting á stefnu ríkisins með bréfinu heldur hafi einungis verið um að ræða ítrekun á þeirri stefnu sem væri í gildi. Alþingi ESB-málið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Sjá meira
„Það var auðvitað ljóst frá upphafi að bréf utanríkisráðherra væri umdeilt og menn hafa skiptar skoðanir um þetta,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar þingsins, sem telur að menn hafi uppi stóryrði án þess að tilefni sé til. Hann var meðal gesta í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi Evrópumálin.Engin stefnubreyting Birgir segir að bréfið hafi skerpt á þeirri stefnu sem þegar er í gildi um að halda viðræðum ekki áfram. Hann segir að það hafi komið til umræðu í þingflokki Sjálfstæðisflokks hvort ríkisstjórninni væri heimilt að fara fram með þeim hætti sem hún gerði. „Það var auðvitað rætt líka,“ segir hann „Menn veltu því fyrir sér.“ Hann segir að þingsályktunin frá 2009 um að sækja um aðild sé enn í gildi. „Hún stendur að nafninu til en hún hefur verið innantóm og óvirk um langan tíma.“ Birgir staðfestir að þingflokknum hafi aðeins verið tilkynnt um ákvörðunina eftir að bréfið hefði verið afhent.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.Vísir/GVAGagnrýnir þingforsetannHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það pent að tala um að flokkurinn sé ósáttur við ákvörðun stjórnarinnar. „Þetta er atlaga að þingræðinu,“ sagði hann í umræðunum. „Það að ætla núna að sniðganga þingið er algjörlega óverjandi og það kemur ekki til greina fyrir alþingi að sitja hjá og líta svo á að þetta sé í lagi, að þetta sé eitthvað minniháttar mál sem ekki eigi heima hjá þinginu.“ „Það má segja mjög margt gott um Einar K. Guðfinnsson en hann hefur algjörlega brugðist þinginu í þessu máli og við munum ræða þetta mál að sjálfsögðu og með okkur á ég við alla stjórnarandstöðuna og að ég tel einhverja stjórnarmeðlimi líka,“ sagði Helgi Hrafn.Ekkert lýðræðislegt umboð „Þetta snýst ekki bara um ESB lengur, þetta snýst ekki einu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu lengur,“ sagði Helgi sem gagnrýnir að utanríkisráðherra skuli kvarta undan því að þinglega ferlið gangi ekki upp, eins og hann hefur gert í fjölmiðlum. „Hvernig í ósköpunum eigum við að geta sætt okkur við þetta? Hvað erum við að gera þarna upp á Alþingi ef ekki til að stjórna þessu landi?“ Helgi segir að lýðræðislegt umboð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra vera ekkert. „Hann veit að hann kemst ekki í gegnum þingið með þetta og hvað gerir hann þá? Gerir þetta bara upp á eigin spýtur.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/KristinnVantraust til umræðuBirgir velti því upp hvort stjórnarandstaðan hefði rætt um að grípa til þeirra verkfæra sem þingið hefur til að bregðast við ákvörðunum og gjörðum ríkisstjórnarinnar. Vísaði hann þar til þess að þingið getur samþykkt vantrauststillögu á ráðherra. Þannig er hægt að knýja ráðherra eða ríkisstjórn til afsagnar. Ekki stóð á svörum frá Helga Hrafni sem sagði að sú umræða hefði átt sér stað. „Að sjálfsögðu höfum við íhugað það og rætt og það kemur alveg til greina ef þetta á að vera svona,“ svaraði Helgi Hrafn. „Ef ekki núna, þá hvenær?“ ítrekaði hann.Utanríkisráðherra verður kallaður fyrir nefndina Birgir segir að sín fyrstu viðbrögð við fréttunum af bréfinu hafi verið að tilkynna Gunnar Braga að hann yrði kallaður fyrir nefndina. „Eðlilega hins vegar þá mun þetta mál fá umræðu í utanríkisnefnd og það voru mín auðvitað fyrstu viðbrögð að koma skilaboðum til utanríkisráðherra að hann mætti vænta þess að vera kallaður fyrir nefndina við fyrsta tækifæri,“ sagði hann. Hann telur þó ekki að ráðherranum hafi verið skylt að ræða við nefndina áður en hann tók ákvörðun um að senda bréfið. Það hafi ekki orðið nein breyting á stefnu ríkisins með bréfinu heldur hafi einungis verið um að ræða ítrekun á þeirri stefnu sem væri í gildi.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Sjá meira