Þýskir bílaframleiðendur yngja upp í forstjórastólunum Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 09:59 Forstjórarnir verða sífellt yngri hjá þýsku bílaframleiðendunum. Undanfarið hafa orðið miklar breytingar í yfirstjórn flestra þýsku bílaframleiðendanna og þar hafa yngri stjórnendur tekið við keflinu. Brátt mun Harald Krueger taka við forstjórahlutverkinu hjá BMW og Herbert Diess taka yfir Volkswagen merkið. Með þeim breytingum eru 4 af 6 forstjórum þýsku bílamerkjanna rétt í kringum fimmtugt. Markar það talsverða breytingu, en forstjórar fyrirtækjanna hafa gjarnan verið mun eldri. Þessar breytingar eru í takt við þá miklu kröfu sem til forstjóranna eru gerðar, að þeir séu vel inní nýjustu tækni og stjórnunaraðferðum og fylgist vel með öllum mörkuðum og keppinautum. Svo virðist sem stjórnir fyrirtækjanna treysti best yngri mönnum til að uppfylla þessi skilyrði, enda þróunin hröð á nútíma bílamarkaði. Þá telja stjórnir þeirra einnig mikinn kost að þessir yngri menn séu ekki bundnir klafa þess skrifræðis sem oft hefur einkennt bílafyrirtækin. Þeir finni upp nýjar stjórnunaraðferðir, stytti ferla og hunsi gamlar leikreglur. Framleiðsla bíla verður sífellt flóknari og því þurfi að stytta boðleiðir og taka ákvarðanir fyrr og greina vandamál hraðar. Þar telja stjórnir fyrirtækjanna að yngri menn sé líklegri til árangurs. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent
Undanfarið hafa orðið miklar breytingar í yfirstjórn flestra þýsku bílaframleiðendanna og þar hafa yngri stjórnendur tekið við keflinu. Brátt mun Harald Krueger taka við forstjórahlutverkinu hjá BMW og Herbert Diess taka yfir Volkswagen merkið. Með þeim breytingum eru 4 af 6 forstjórum þýsku bílamerkjanna rétt í kringum fimmtugt. Markar það talsverða breytingu, en forstjórar fyrirtækjanna hafa gjarnan verið mun eldri. Þessar breytingar eru í takt við þá miklu kröfu sem til forstjóranna eru gerðar, að þeir séu vel inní nýjustu tækni og stjórnunaraðferðum og fylgist vel með öllum mörkuðum og keppinautum. Svo virðist sem stjórnir fyrirtækjanna treysti best yngri mönnum til að uppfylla þessi skilyrði, enda þróunin hröð á nútíma bílamarkaði. Þá telja stjórnir þeirra einnig mikinn kost að þessir yngri menn séu ekki bundnir klafa þess skrifræðis sem oft hefur einkennt bílafyrirtækin. Þeir finni upp nýjar stjórnunaraðferðir, stytti ferla og hunsi gamlar leikreglur. Framleiðsla bíla verður sífellt flóknari og því þurfi að stytta boðleiðir og taka ákvarðanir fyrr og greina vandamál hraðar. Þar telja stjórnir fyrirtækjanna að yngri menn sé líklegri til árangurs.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent