Audi stærra en BMW Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 10:04 Audi A8. Eftir tvo fyrstu mánuði ársins hefur Audi selt fleiri bíla en samkeppnisaðilarnir BMW og Mercedes Benz. Audi seldi 260.250 í janúar og febrúar en BMW 255.981 og Mercedes Benz 246.135. Það er því harður slagurinn á milli þessara þýsku lúxusbílaframleiðenda og óvíst hver stendur uppi sem sá stærsti við árslok. BMW hefur verið söluhærra en Audi og Mercedes Benz allt frá árinu 2005. Það gæti því breyst í ár. Í febrúar seldi BMW meira en hinir tveir, en góð sala Audi í janúar vegur það upp. Sala BMW, ásamt undirmerkjunum Mini og Rolls Royce, sló fyrri sölumet og nam heildarsala þessara þriggja bílamerkja 151.952 bílum. Mjög góð sala var í Mini bílum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Aukningin hjá Mini nam 27% í febrúar. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent
Eftir tvo fyrstu mánuði ársins hefur Audi selt fleiri bíla en samkeppnisaðilarnir BMW og Mercedes Benz. Audi seldi 260.250 í janúar og febrúar en BMW 255.981 og Mercedes Benz 246.135. Það er því harður slagurinn á milli þessara þýsku lúxusbílaframleiðenda og óvíst hver stendur uppi sem sá stærsti við árslok. BMW hefur verið söluhærra en Audi og Mercedes Benz allt frá árinu 2005. Það gæti því breyst í ár. Í febrúar seldi BMW meira en hinir tveir, en góð sala Audi í janúar vegur það upp. Sala BMW, ásamt undirmerkjunum Mini og Rolls Royce, sló fyrri sölumet og nam heildarsala þessara þriggja bílamerkja 151.952 bílum. Mjög góð sala var í Mini bílum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Aukningin hjá Mini nam 27% í febrúar.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent