Uppboðið fer fram á Bland.is og er fjöldinn allur í boði, bæði vörur og einstakir viðburðir.

Þá gefur sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson, áritaðan hlýrabol.
Treyja íþróttamanns ársins 2014, körfuknattleiksmannsins Jóns Arnórs Stefánssonar verður einnig í boði en hann spilaði í henni á móti Bretum í undankeppni EM í körfubolta.
Einnig verður hægt að bjóða í kvöldstund með félögunum Steinda Jr. og Dóra DNA þar sem boðið verður upp á hina landsfrægu Eðlu.
Það sama má segja um uppistand með grínistunum Pétri Jóhanni og Auðunni Blöndal.

Allur ágóði af uppboðinu rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Íslands og mun vera nýttur í forvarnir, fræðslu, ráðgjöf og rannsóknir.
Upplýsingar um uppboðin eru aðgengileg á Bland.is.
Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir uppboðið þar sem Hafþór Júlíus, eða Fjallið, lætur einn starfsmann Bland finna fyrir því.