Engin ótvíræð vísbending um dularfulla torfbæinn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2015 19:00 Ráðgátan um torfbæinn dularfulla er enn óleyst. Þrátt fyrir að yfir hundrað ára gömul ljósmynd af honum sýni áberandi kennileiti, hefur engin ótvíræð vísbending borist um hvar bærinn var á landinu. Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að leysa málið. Af hartnær fimmhundrað ljósmyndum á torfbæjarsetrinu við Selfoss er þetta sú sem Hannesi Lárussyni gengur verst að staðsetja. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar giska menn á að hún sé tekin á árunum 1900 til 1915, en gæti jafnvel verið eldri. Eftir að við vöktum athygli á óþekkta torfbænum í þættinum „Um land allt“ í síðustu viku og á Vísi í byrjun vikunnar hefur fjöldi ábendinga borist. Menn hafa giskað á bæi við Flúðir, eins og Högnastaði og Grafarbakka, Höfða við Tungufljót, Böðmóðsstaði við Brúará, Egilsstaði í Ölfusi og einn nefndi Leirvogsá í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa nefnt staði í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði, eins og Norðtungu. Á Vestfjörðum hefur verið giskað á Sauðlauksdal við Patreksfjörð og Tjaldanes í Arnarfirði. Norðanlands hafa Glaðheimar við Blöndu verið nefndir og Reynistaður í Skagafirði, á Austurlandi hafa menn nefnt neðanverðan Jökuldal, staði við Breiðdalsá og við ána Kolgrímu á Suðausturlandi.Staðir sem lesendur hafa bent á eru í öllum landsfjórðungum.Engin þessara ábendinga er ótvíræð en þegar myndin er skoðuð sést ýmislegt sem ætti að hjálpa til við að ráða gátuna, eins og árbakkinn hái sem bærinn stendur á. Áin virðist þokkalega vatnsmikil, skuggarnir af hestunum segja okkur hvaðan sólin skín og ármölin virðist ljós og gróf. Svo sést móta fyrir fjalli og einhverjum hæðum og kannski gæti þoka hulið stærra fjall bakvið. Þá gæti hugsast að myndin sé spegluð.Ljósmyndin er talin tekin á árunum 1900-1915 en gæti verið eldri, að mati Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Höfundur er óþekktur.Ljósmyndari/Óþekktur.Veit einhver lesandi hvar þessi staður er og gæti sent okkur mynd sem sýnir okkur hvernig hann lítur út í dag? Ábendingar má senda á netfangið [email protected] en einnig koma þeim á framfæri í athugasemdadálki fréttarinnar. Um land allt Tengdar fréttir Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15 Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Ráðgátan um torfbæinn dularfulla er enn óleyst. Þrátt fyrir að yfir hundrað ára gömul ljósmynd af honum sýni áberandi kennileiti, hefur engin ótvíræð vísbending borist um hvar bærinn var á landinu. Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að leysa málið. Af hartnær fimmhundrað ljósmyndum á torfbæjarsetrinu við Selfoss er þetta sú sem Hannesi Lárussyni gengur verst að staðsetja. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar giska menn á að hún sé tekin á árunum 1900 til 1915, en gæti jafnvel verið eldri. Eftir að við vöktum athygli á óþekkta torfbænum í þættinum „Um land allt“ í síðustu viku og á Vísi í byrjun vikunnar hefur fjöldi ábendinga borist. Menn hafa giskað á bæi við Flúðir, eins og Högnastaði og Grafarbakka, Höfða við Tungufljót, Böðmóðsstaði við Brúará, Egilsstaði í Ölfusi og einn nefndi Leirvogsá í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa nefnt staði í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði, eins og Norðtungu. Á Vestfjörðum hefur verið giskað á Sauðlauksdal við Patreksfjörð og Tjaldanes í Arnarfirði. Norðanlands hafa Glaðheimar við Blöndu verið nefndir og Reynistaður í Skagafirði, á Austurlandi hafa menn nefnt neðanverðan Jökuldal, staði við Breiðdalsá og við ána Kolgrímu á Suðausturlandi.Staðir sem lesendur hafa bent á eru í öllum landsfjórðungum.Engin þessara ábendinga er ótvíræð en þegar myndin er skoðuð sést ýmislegt sem ætti að hjálpa til við að ráða gátuna, eins og árbakkinn hái sem bærinn stendur á. Áin virðist þokkalega vatnsmikil, skuggarnir af hestunum segja okkur hvaðan sólin skín og ármölin virðist ljós og gróf. Svo sést móta fyrir fjalli og einhverjum hæðum og kannski gæti þoka hulið stærra fjall bakvið. Þá gæti hugsast að myndin sé spegluð.Ljósmyndin er talin tekin á árunum 1900-1915 en gæti verið eldri, að mati Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Höfundur er óþekktur.Ljósmyndari/Óþekktur.Veit einhver lesandi hvar þessi staður er og gæti sent okkur mynd sem sýnir okkur hvernig hann lítur út í dag? Ábendingar má senda á netfangið [email protected] en einnig koma þeim á framfæri í athugasemdadálki fréttarinnar.
Um land allt Tengdar fréttir Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15 Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15
Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45