Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2015 20:54 Bóel og Heiður hvetja nemendur í Verzló og HÍ til að skilja brjósthaldarann eftir heima á morgun. Vísir/Getty „Við hvetjum bara allar konur í skólanum, nemendur og kennara, til að sleppa því að vera í brjósthaldara á morgun. Strákar geta líka klippt gat á bolina og sýnt þannig á sér geirvörturnar,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, en Free the Nipple-dagur verður haldinn í skólanum á morgun. Upphaf málsins má rekja til þess að stelpa sem er nemandi í Verzló birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hún var ber að ofan. Hún var síðan gagnrýnd af strák á Twitter fyrir myndbirtinguna en netheimar risu upp henni til stuðnings og hafa nú fjölmargar myndir birst á samfélagsmiðlum af stelpum, og strákum, berum að ofan með merkinu #freethenipple.Sjá einnig: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnumBóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Feminístafélags Verzlunarskóla Íslands.Mynd/Einar Gísli ÞorbjörnssonDásömum líkamann „Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel. Free the Nipple-dagur verður einnig haldinn í nokkrum öðrum menntaskólum sem og í Háskóla Íslands. „Út af því að þetta fór út fyrir skólann þá voru viðbrögðin miklu meiri en við bjuggumst við. En þetta er bara alveg frábært og við erum rosalega ánægð með þetta.“Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.Mynd/Heiður Anna HelgadóttirMaður á að fá að vera eins og maður vill Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands, segir að félagið hafi gripið augnablikið sem varð í dag í kringum #freethenipple og vilji halda Free the Nipple-dag til að sýna samstöðu. „Fyrir mér snýst þetta um að vera eins og maður vill. Að maður megi sleppa því að vera í brjósthaldara eða vera í gegnsæjum bol og sýna brjóstin og geirvörturnar. Að sama skapi, ef að þér finnst þægilegt að vera í brjósthaldara, þá máttu það líka,“ segir Heiður. Hún nefnir þá samfélagslegu pressu sem er á konum og stelpum um að ekki megi sjást í geirvörturnar. „Þetta er bara líkamspartur. Strákar eru líka með brjóst og geirvörtur og það er allt í lagi þó að þeir sýni þær. Það á að gilda það sama um okkur.“„Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Hún segir Free the Nipple-daginn hafa fengið góðar undirtektir hjá nemendum háskólans. „Ég efast um að sé einhver að fara að mæta ber að ofan, enda enginn strákur sem mætir ber að ofan í skólann. En ég vona að það mæti einhverjar ekki í brjósthaldara og gefi smá „fuck you“ á þessa samfélagslegu pressu,“ segir Heiður. Þá bendir hún að lokum á viðburð sem boðað hefur verið til á Austurvelli í sumar undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Þar eru konur hvattar til að mæta á Austurvöll þann 1. júní. og fara berbrjósta í sólbað.#freethenipple Tweets #FreeTheNipple Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
„Við hvetjum bara allar konur í skólanum, nemendur og kennara, til að sleppa því að vera í brjósthaldara á morgun. Strákar geta líka klippt gat á bolina og sýnt þannig á sér geirvörturnar,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, en Free the Nipple-dagur verður haldinn í skólanum á morgun. Upphaf málsins má rekja til þess að stelpa sem er nemandi í Verzló birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hún var ber að ofan. Hún var síðan gagnrýnd af strák á Twitter fyrir myndbirtinguna en netheimar risu upp henni til stuðnings og hafa nú fjölmargar myndir birst á samfélagsmiðlum af stelpum, og strákum, berum að ofan með merkinu #freethenipple.Sjá einnig: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnumBóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Feminístafélags Verzlunarskóla Íslands.Mynd/Einar Gísli ÞorbjörnssonDásömum líkamann „Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel. Free the Nipple-dagur verður einnig haldinn í nokkrum öðrum menntaskólum sem og í Háskóla Íslands. „Út af því að þetta fór út fyrir skólann þá voru viðbrögðin miklu meiri en við bjuggumst við. En þetta er bara alveg frábært og við erum rosalega ánægð með þetta.“Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.Mynd/Heiður Anna HelgadóttirMaður á að fá að vera eins og maður vill Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands, segir að félagið hafi gripið augnablikið sem varð í dag í kringum #freethenipple og vilji halda Free the Nipple-dag til að sýna samstöðu. „Fyrir mér snýst þetta um að vera eins og maður vill. Að maður megi sleppa því að vera í brjósthaldara eða vera í gegnsæjum bol og sýna brjóstin og geirvörturnar. Að sama skapi, ef að þér finnst þægilegt að vera í brjósthaldara, þá máttu það líka,“ segir Heiður. Hún nefnir þá samfélagslegu pressu sem er á konum og stelpum um að ekki megi sjást í geirvörturnar. „Þetta er bara líkamspartur. Strákar eru líka með brjóst og geirvörtur og það er allt í lagi þó að þeir sýni þær. Það á að gilda það sama um okkur.“„Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Hún segir Free the Nipple-daginn hafa fengið góðar undirtektir hjá nemendum háskólans. „Ég efast um að sé einhver að fara að mæta ber að ofan, enda enginn strákur sem mætir ber að ofan í skólann. En ég vona að það mæti einhverjar ekki í brjósthaldara og gefi smá „fuck you“ á þessa samfélagslegu pressu,“ segir Heiður. Þá bendir hún að lokum á viðburð sem boðað hefur verið til á Austurvelli í sumar undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Þar eru konur hvattar til að mæta á Austurvöll þann 1. júní. og fara berbrjósta í sólbað.#freethenipple Tweets
#FreeTheNipple Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp